Tíminn flýgur hér í Barcelona. Fyrir þá sem ekki vita er ég komin með flug heim 25. ágúst en Elva verður hér til 4. og Svala á flug heim 1. Þessa daga sem ég verð ein ætla ég að einbeita mér að byrja á BA ritgerðinni, þó ég eigi enn eftir að ákveða þema.
Við vorum á ströndinni í dag og það var vel heitt en mjög gaman. Sérstaklega því að ég og elva keyptum okkur vindsængur og það er náttúrulega algjör draumur að geta verið útá sjó í sólbaði. Hérna eru nokkrar myndir frá síðustu dögum.
Elva í essinu sínu að syngja og tralla með tveim af strákunum sem búa hérna, Aníbal og Jorge.
Ég og Chula, hundur bróður ítalans sem býr hér, ég veit, svolítið flókið..
Við grilluðum með Katrínu og Fannari fyrir tveim dögum, rosa góður matur
Ég og Elva á ströndinni
Svala á vindsænginni útí sjó
Moskító fékk sér smá sopa úr mér kvöldið sem við sátum úti þegar við vorum að grilla, frekar slæmt bit
Jæja, ég er farin að skola af mér sandinn. Svo ætlum við að baka pizzu
Friday, July 25, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Bara að kvitta fyrir innlitið :D
Kveðja Dagrún
Takk fyrir það:)
Post a Comment