Við Svala fórum að sjá Erykuh Badu á mánudagskvöldið. Við urðum ekki fyrir vonbrigðum því hún var allt sem hún var sögð vera á sviðinu. Hún tók mörg þekkt lög en þú ekki næstum öll því að hún á náttúrulega svo ótrúlega mörg. Af nýju plötunni tók hún m.a. "the healer" og "my people" en sleppti samt fyrsta single-inum "honey". Svo tók hún klassiks af Baduizm eins og "appletree" í electró útgáfu og "on and on". Einnig "orange moon" og fleiri róleg lög af Mama's Gun. Svo að sjálfsögðu "bag lady" og "call tyrone".
En nóg komið af tónleikamyndum. Hér er ein af okkur. Reyndar polaroid en þær eru nú svo skemmtó
Og árni þarna í bakgrunn. Miss you:*
Wednesday, July 16, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment