Gærdagurinn var mjög skemmtilegur. Byrjuðum á því að búa til guacamole í snarhasti, hoppa í bikiníin og taka til handklæðin því að ferðinni var heitið á Sitges, sem er lítill bær með flottum ströndum í nágrenni Barcelona. Við fórum með Betu og co og vorum þar allan daginn í afslöppun og að ná okkur í smá lit.
Elísa var heldur betur sátt með Sitges
Stebbi að mata ungana sína
Beta
Svo voru mér til undrunar tveir hiphop artistar (Wildchild og Percee P) að performa á Fellini's sem er venjulega rokkklúbbur. En við Svala létum okkur ekki vanta og það var bara mjög mikið stuð. Dönsuðum mikið og lentum svo á spjalli við þá. Þeir voru voðalega nice, tókum myndir með þeim og þeir gáfu okkur fullt af diskum.
Wildchild
Wildchild og Percee P
Svo eru tónleikar með Erykuh Badu í kvöld! Ég er svo spennt, það verður geðveikt. Við Svala erum bara að hita upp núna og koma okkur í stemninguna. Ætlum að fara á pizzastaðinn hérna fyrir neðan (Árni: þeir eru með eins pizzur og á pizza del borne!!) og halda svo áfram í upphituninni.
Monday, July 14, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
mmm það eru þá ekki slæmar pizzur.
Rosalega er gaurinn illa tattúeraður á bakvið Stebba! eða eru þetta kannski bara leggings? maður spyr sig..
Post a Comment