Monday, July 14, 2008

Sitges og tónleikar

Gærdagurinn var mjög skemmtilegur. Byrjuðum á því að búa til guacamole í snarhasti, hoppa í bikiníin og taka til handklæðin því að ferðinni var heitið á Sitges, sem er lítill bær með flottum ströndum í nágrenni Barcelona. Við fórum með Betu og co og vorum þar allan daginn í afslöppun og að ná okkur í smá lit.

Elísa var heldur betur sátt með Sitges
Photobucket

Stebbi að mata ungana sína
Photobucket

Beta
Photobucket

Svo voru mér til undrunar tveir hiphop artistar (Wildchild og Percee P) að performa á Fellini's sem er venjulega rokkklúbbur. En við Svala létum okkur ekki vanta og það var bara mjög mikið stuð. Dönsuðum mikið og lentum svo á spjalli við þá. Þeir voru voðalega nice, tókum myndir með þeim og þeir gáfu okkur fullt af diskum.

Wildchild
Photobucket

Wildchild og Percee P
Photobucket

Photobucket

Photobucket

Svo eru tónleikar með Erykuh Badu í kvöld! Ég er svo spennt, það verður geðveikt. Við Svala erum bara að hita upp núna og koma okkur í stemninguna. Ætlum að fara á pizzastaðinn hérna fyrir neðan (Árni: þeir eru með eins pizzur og á pizza del borne!!) og halda svo áfram í upphituninni.

1 comment:

Anonymous said...

mmm það eru þá ekki slæmar pizzur.

Rosalega er gaurinn illa tattúeraður á bakvið Stebba! eða eru þetta kannski bara leggings? maður spyr sig..