Thursday, July 3, 2008

Án Árna.. en Svala kemur á morgun

Þá er Árni farinn. Hann fór til íslands fyrir 3 dögum og ég er ennþá að venjast að vera hérna án hans. En eins og ég sagði áður þá kemur Svala á morgun þannig að ég þarf ekki að vera ein lengi. Ég er bara búin að vera að vinna síðustu daga. Fernando hjálpaði mér að flytja, ég var með meira dót en ég hefði getað ímyndað mér. Ég þarf að fara að drífa í að senda eins og tvo stykki kassa heim til íslands. Vinnan gengur bara vel, spænskan er öll að koma til, ég þurfti aðeins að fríska uppá verslunar/fata/þjónustu-orðaforðann. Hafði náttla ekki hugmynd hvernig ég átti að segja til dæmis: nóta, inneignarnóta, v-hálsmál, herðatré og fleiri nauðsynjaorð. (Fyrir fróðleiksfúsa þá eru orðin á spænsku eftirfarandi: factura(nóta), vale(inneignarnóta), escote en pico(v-hálsmál), percha(herðatré)).

Núna bý ég semsagt í L'Eixample sem er hverfið fyrir ofan miðbæinn. Miklu minni hávaði og mér finnst ég öruggari þegar ég labba um á kvöldin. Hef reyndar bara labbað úr metro og heim á kvöldin en það er samt áberandi lítið um skuggalegt lið hérna, sem er sko nóg af niðrí bæ. Það versta er að maður er ekkert að fara að kíkja niðrí bæ sisvona, það er best að taka metro eða hjóla(ég á svona borgarhjólakort sem virkar þannig að maður tekur bara hjólið úr sérstökum stöðvum og skilar því svo á stöðina sem er næst því sem maður er að fara). En þessi íbúð er mjög skemmtileg og það er skemmtileg stemning hérna. Það búa 3 ítalir hérna(reyndar 4 núna því tveir eru í heimsókn þessa viku), 3 mexikanar, ein stelpa frá slóvakíu(sem kemur ekki aftur fyrr en í ágúst) og einn portúgali. Og bráðum tvær íslenskar stelpu:) En eins og ég sagði þá er stemingin góð og allir mjög fínir. Þau buðu mig velkomna í fyrradag og við fengum okkur bjór saman. Svo í gær borðuðum við saman, einn strákur frá ítalíu eldaði pasta(en ekki hvað) og bauð öllum að borða(ég ætla rétt að vona að ég þurfi ekki að elda eitthvað íslenskt fyrir þau einhverntíman).

En hérna eru myndir af herberginu, set svo fleiri myndir inn af íbúðinni á næstu dögum.
Annar helmingur herbergisins
Photobucket
Photobucket

Og hinn helmingurinn
Photobucket

Út um gluggasvalirnar að nóttu til
Photobucket

og að degi til
Photobucket


That's all folks

1 comment:

Anonymous said...

hæ gaman að sjá myndir af herberginu.. og ja ekki vitlaust að fara að senda eitthvað af dótinu þínu heim svo þú þurfir ekki að fara með allt á sama tíma.. hlýtur að vera böggandi..

en annars þá sjáumst við fljótlega...

elva