Það er alltaf að verða heitara og heitara hérna í Barcelona. Það er sólskin hvern einasta dag og það er nú ekki til að kvarta yfir. Ég er alveg að fíla þetta en ég veit að ágúst verður rosalegur. Þá tæmist víst borgin því að allir flýja svitann og hitann í borginni og fara til annarra parta landsins. Ég er búin að fá allar einkunnir og þó ég ætli nú ekkert að auglýsa einkunnirnar mínar hérna þá get ég sagt að þær voru bara alveg ágætar og ég náði áfanganum sem ég er ekki búin að skilja neitt í alla önnina, það kætti mig mjög mikið þó ég hafi reyndar bara rétt skriðið. Núna stefni ég á að fara að vinna í BA ritgerðinni(fyrst þarf ég reyndar að ákveða hvað ég ætla að skrifa um) og svo kemur Elva eftir nokkra daga.
Hérna eru nokkrar myndir frá síðustu dögum. Kannski ekki mjög skemmtilegar en það verður að hafa það.
Þetta er pallurinn sem við svala höfum nýtt okkur til sólbaðsiðkunnar
Við vorum heimilislegar og elduðum okkur fajitas, gerðum meirasegja guacamole-ið sjálfar. Besta guacamole sem ég hef smakkað! Nú verður sko aldrei keypt gumsið í krukkunni aftur.
Chula, hundurinn sem bróðir Andrea á (Andrea er ítalinn sem býr hér)
Svala í essinu sínu á ströndinni
Vá...ég þarf greinilega að fara að taka fleiri myndir...
Wednesday, July 9, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Huggulegt hjá ykkur ! Hvenar eigum við Óli að mæta?? sumarkveðja:) mamma.
Þetta lítur allt mjög vel út hjá þér sætust, gott að vita af þér aðeins útúr mestu miðbæjarhringiðunni ;)
Post a Comment