Thá er dvol minni i Barcelona ad ljúka. Hér hef ég búid í 201 dag í gódu yfirlaeti. Thad hefur verid med eindaemum gaman ad fá alla sem hafa komid í heimsókn og thetta er búin ad vera aedislegur tími.
En ég er tilbúin ad koma heim thvi ég sakna allra SVO mikid!
Ég sit núna á internetkaffi í gotneska hverfinu og er ad reyna láta tímann lída hratt thvi ég get ekki klárad ad gera allt sem ég á eftir ad gera fyrr en siestan er búin(eftir 2 og 1/2 tíma). Svo fer ég útá voll um 8. Fer í loftid kl 23.05 og lendi kl 01.30 á íslenskum tíma. Árni og mamma aetla ad saekja mig. Ég get ekki bedid eftir ad sja thau!
Annars segi ég bara takk fyrir lesturinn og sjáumst!
Monday, August 25, 2008
Thursday, August 14, 2008
Surprise heimsókn
Eins og margir vita líklega þá kom Árni mér algjörlega á óvart þegar hann birtist fyrir utan dyrnar hjá mér á laugardagskvöldið. Til að vita að ég yrði nú pottþétt heima þá var hann búinn að plotta smá lygasögu ásamt katrínu. Katrín bað mig semsagt að geyma lykla af íbúðinni þeirra(hún og fannar voru í ferðalagi á ítalíu) til að láta frænku hennar fá þegar hún kæmi með kvöldflugi á laugardagskvöldið. Ég ákvað því bara að vera heima og bíða eftir kellu. Um miðnætti var ég farin að ókyrrast og var að pæla hvort að þessi frænka færi nú ekki að koma. Svo hringir Katrín og segir að frænka hennar sé fyrir utan hjá mér svo ég fer niður að opna fyrir henni og þá var það Árni! Ég var svo glöð! Var sko alveg grunlaus og gapandi þegar ég sá hann. En við áttum mjög ánægjulega daga saman og þetta stytti sko aldeilis biðina þangað til ég kem heim.
Hérna eru nokkrar myndir
Sjúskaði flotti staðurinn Oviso. Við fórum þangað að fá okkur crepes, rosalega gott.
Ég og Katrín að borða á SushiYa
Árni áður en hann byrjaði að fá klígju
Katrín og Fannar
Við með Fernando, sem var heldur betur glaður að sjá Árna
Byrjið að undirbúa ykkur andlega.
Það eru bara 11 dagar í mig.
Hérna eru nokkrar myndir
Sjúskaði flotti staðurinn Oviso. Við fórum þangað að fá okkur crepes, rosalega gott.
Ég og Katrín að borða á SushiYa
Árni áður en hann byrjaði að fá klígju
Katrín og Fannar
Við með Fernando, sem var heldur betur glaður að sjá Árna
Byrjið að undirbúa ykkur andlega.
Það eru bara 11 dagar í mig.
Monday, August 4, 2008
Og þá var eftir einn
Þá er allur gestagangur búinn og ég orðin ein eftir. Spurning hvort að það hjálpi mér eitthvað í að byrja að læra... Síðustu dagar eru búnir að vera mjög skemmtilegir. Nóg af fiestas alla daga, óhollt fæði í óhófi og fleira skemmtilegt.. En nú verður tekið á því. Megrunin byrjaði í gær með þessu rosalega holla crispy andabringusalati með nóg af honeymustard dressingu(ekki mjög hollt en gott var það):
Þetta er hún Elva að spóka sig á ströndinni í kveðjuhittingi á ströndinni. Veit samt ekkert hver var að fara eða hvert, það voru vinir vina okkar.
Fallegu bífurnar á mér
Við kíktum í dýragarðinn fyrir nokkrum dögum því að Elva hafði barasta varla komið í almennilegan dýragarð.
Ég get hæglega mælt með dýragarðinum í barcelona. Mjög snyrtilegur, vel uppsettur, með öllum helstu dýrunum og mörgum fleiri og það besta er að hann er alveg í miðbænum.
Og svo ein af mér og Árna. Það er ekki laust við að ég sé farin að finna fyrir smá heimþrá..
Þetta er hún Elva að spóka sig á ströndinni í kveðjuhittingi á ströndinni. Veit samt ekkert hver var að fara eða hvert, það voru vinir vina okkar.
Fallegu bífurnar á mér
Við kíktum í dýragarðinn fyrir nokkrum dögum því að Elva hafði barasta varla komið í almennilegan dýragarð.
Ég get hæglega mælt með dýragarðinum í barcelona. Mjög snyrtilegur, vel uppsettur, með öllum helstu dýrunum og mörgum fleiri og það besta er að hann er alveg í miðbænum.
Og svo ein af mér og Árna. Það er ekki laust við að ég sé farin að finna fyrir smá heimþrá..
Friday, July 25, 2008
Júlí næstum á enda
Tíminn flýgur hér í Barcelona. Fyrir þá sem ekki vita er ég komin með flug heim 25. ágúst en Elva verður hér til 4. og Svala á flug heim 1. Þessa daga sem ég verð ein ætla ég að einbeita mér að byrja á BA ritgerðinni, þó ég eigi enn eftir að ákveða þema.
Við vorum á ströndinni í dag og það var vel heitt en mjög gaman. Sérstaklega því að ég og elva keyptum okkur vindsængur og það er náttúrulega algjör draumur að geta verið útá sjó í sólbaði. Hérna eru nokkrar myndir frá síðustu dögum.
Elva í essinu sínu að syngja og tralla með tveim af strákunum sem búa hérna, Aníbal og Jorge.
Ég og Chula, hundur bróður ítalans sem býr hér, ég veit, svolítið flókið..
Við grilluðum með Katrínu og Fannari fyrir tveim dögum, rosa góður matur
Ég og Elva á ströndinni
Svala á vindsænginni útí sjó
Moskító fékk sér smá sopa úr mér kvöldið sem við sátum úti þegar við vorum að grilla, frekar slæmt bit
Jæja, ég er farin að skola af mér sandinn. Svo ætlum við að baka pizzu
Við vorum á ströndinni í dag og það var vel heitt en mjög gaman. Sérstaklega því að ég og elva keyptum okkur vindsængur og það er náttúrulega algjör draumur að geta verið útá sjó í sólbaði. Hérna eru nokkrar myndir frá síðustu dögum.
Elva í essinu sínu að syngja og tralla með tveim af strákunum sem búa hérna, Aníbal og Jorge.
Ég og Chula, hundur bróður ítalans sem býr hér, ég veit, svolítið flókið..
Við grilluðum með Katrínu og Fannari fyrir tveim dögum, rosa góður matur
Ég og Elva á ströndinni
Svala á vindsænginni útí sjó
Moskító fékk sér smá sopa úr mér kvöldið sem við sátum úti þegar við vorum að grilla, frekar slæmt bit
Jæja, ég er farin að skola af mér sandinn. Svo ætlum við að baka pizzu
Wednesday, July 16, 2008
Erykah Badu tónleikar
Við Svala fórum að sjá Erykuh Badu á mánudagskvöldið. Við urðum ekki fyrir vonbrigðum því hún var allt sem hún var sögð vera á sviðinu. Hún tók mörg þekkt lög en þú ekki næstum öll því að hún á náttúrulega svo ótrúlega mörg. Af nýju plötunni tók hún m.a. "the healer" og "my people" en sleppti samt fyrsta single-inum "honey". Svo tók hún klassiks af Baduizm eins og "appletree" í electró útgáfu og "on and on". Einnig "orange moon" og fleiri róleg lög af Mama's Gun. Svo að sjálfsögðu "bag lady" og "call tyrone".
En nóg komið af tónleikamyndum. Hér er ein af okkur. Reyndar polaroid en þær eru nú svo skemmtó
Og árni þarna í bakgrunn. Miss you:*
En nóg komið af tónleikamyndum. Hér er ein af okkur. Reyndar polaroid en þær eru nú svo skemmtó
Og árni þarna í bakgrunn. Miss you:*
Monday, July 14, 2008
Sitges og tónleikar
Gærdagurinn var mjög skemmtilegur. Byrjuðum á því að búa til guacamole í snarhasti, hoppa í bikiníin og taka til handklæðin því að ferðinni var heitið á Sitges, sem er lítill bær með flottum ströndum í nágrenni Barcelona. Við fórum með Betu og co og vorum þar allan daginn í afslöppun og að ná okkur í smá lit.
Elísa var heldur betur sátt með Sitges
Stebbi að mata ungana sína
Beta
Svo voru mér til undrunar tveir hiphop artistar (Wildchild og Percee P) að performa á Fellini's sem er venjulega rokkklúbbur. En við Svala létum okkur ekki vanta og það var bara mjög mikið stuð. Dönsuðum mikið og lentum svo á spjalli við þá. Þeir voru voðalega nice, tókum myndir með þeim og þeir gáfu okkur fullt af diskum.
Wildchild
Wildchild og Percee P
Svo eru tónleikar með Erykuh Badu í kvöld! Ég er svo spennt, það verður geðveikt. Við Svala erum bara að hita upp núna og koma okkur í stemninguna. Ætlum að fara á pizzastaðinn hérna fyrir neðan (Árni: þeir eru með eins pizzur og á pizza del borne!!) og halda svo áfram í upphituninni.
Elísa var heldur betur sátt með Sitges
Stebbi að mata ungana sína
Beta
Svo voru mér til undrunar tveir hiphop artistar (Wildchild og Percee P) að performa á Fellini's sem er venjulega rokkklúbbur. En við Svala létum okkur ekki vanta og það var bara mjög mikið stuð. Dönsuðum mikið og lentum svo á spjalli við þá. Þeir voru voðalega nice, tókum myndir með þeim og þeir gáfu okkur fullt af diskum.
Wildchild
Wildchild og Percee P
Svo eru tónleikar með Erykuh Badu í kvöld! Ég er svo spennt, það verður geðveikt. Við Svala erum bara að hita upp núna og koma okkur í stemninguna. Ætlum að fara á pizzastaðinn hérna fyrir neðan (Árni: þeir eru með eins pizzur og á pizza del borne!!) og halda svo áfram í upphituninni.
Wednesday, July 9, 2008
Eldheitur júlímánuður
Það er alltaf að verða heitara og heitara hérna í Barcelona. Það er sólskin hvern einasta dag og það er nú ekki til að kvarta yfir. Ég er alveg að fíla þetta en ég veit að ágúst verður rosalegur. Þá tæmist víst borgin því að allir flýja svitann og hitann í borginni og fara til annarra parta landsins. Ég er búin að fá allar einkunnir og þó ég ætli nú ekkert að auglýsa einkunnirnar mínar hérna þá get ég sagt að þær voru bara alveg ágætar og ég náði áfanganum sem ég er ekki búin að skilja neitt í alla önnina, það kætti mig mjög mikið þó ég hafi reyndar bara rétt skriðið. Núna stefni ég á að fara að vinna í BA ritgerðinni(fyrst þarf ég reyndar að ákveða hvað ég ætla að skrifa um) og svo kemur Elva eftir nokkra daga.
Hérna eru nokkrar myndir frá síðustu dögum. Kannski ekki mjög skemmtilegar en það verður að hafa það.
Þetta er pallurinn sem við svala höfum nýtt okkur til sólbaðsiðkunnar
Við vorum heimilislegar og elduðum okkur fajitas, gerðum meirasegja guacamole-ið sjálfar. Besta guacamole sem ég hef smakkað! Nú verður sko aldrei keypt gumsið í krukkunni aftur.
Chula, hundurinn sem bróðir Andrea á (Andrea er ítalinn sem býr hér)
Svala í essinu sínu á ströndinni
Vá...ég þarf greinilega að fara að taka fleiri myndir...
Hérna eru nokkrar myndir frá síðustu dögum. Kannski ekki mjög skemmtilegar en það verður að hafa það.
Þetta er pallurinn sem við svala höfum nýtt okkur til sólbaðsiðkunnar
Við vorum heimilislegar og elduðum okkur fajitas, gerðum meirasegja guacamole-ið sjálfar. Besta guacamole sem ég hef smakkað! Nú verður sko aldrei keypt gumsið í krukkunni aftur.
Chula, hundurinn sem bróðir Andrea á (Andrea er ítalinn sem býr hér)
Svala í essinu sínu á ströndinni
Vá...ég þarf greinilega að fara að taka fleiri myndir...
Thursday, July 3, 2008
Án Árna.. en Svala kemur á morgun
Þá er Árni farinn. Hann fór til íslands fyrir 3 dögum og ég er ennþá að venjast að vera hérna án hans. En eins og ég sagði áður þá kemur Svala á morgun þannig að ég þarf ekki að vera ein lengi. Ég er bara búin að vera að vinna síðustu daga. Fernando hjálpaði mér að flytja, ég var með meira dót en ég hefði getað ímyndað mér. Ég þarf að fara að drífa í að senda eins og tvo stykki kassa heim til íslands. Vinnan gengur bara vel, spænskan er öll að koma til, ég þurfti aðeins að fríska uppá verslunar/fata/þjónustu-orðaforðann. Hafði náttla ekki hugmynd hvernig ég átti að segja til dæmis: nóta, inneignarnóta, v-hálsmál, herðatré og fleiri nauðsynjaorð. (Fyrir fróðleiksfúsa þá eru orðin á spænsku eftirfarandi: factura(nóta), vale(inneignarnóta), escote en pico(v-hálsmál), percha(herðatré)).
Núna bý ég semsagt í L'Eixample sem er hverfið fyrir ofan miðbæinn. Miklu minni hávaði og mér finnst ég öruggari þegar ég labba um á kvöldin. Hef reyndar bara labbað úr metro og heim á kvöldin en það er samt áberandi lítið um skuggalegt lið hérna, sem er sko nóg af niðrí bæ. Það versta er að maður er ekkert að fara að kíkja niðrí bæ sisvona, það er best að taka metro eða hjóla(ég á svona borgarhjólakort sem virkar þannig að maður tekur bara hjólið úr sérstökum stöðvum og skilar því svo á stöðina sem er næst því sem maður er að fara). En þessi íbúð er mjög skemmtileg og það er skemmtileg stemning hérna. Það búa 3 ítalir hérna(reyndar 4 núna því tveir eru í heimsókn þessa viku), 3 mexikanar, ein stelpa frá slóvakíu(sem kemur ekki aftur fyrr en í ágúst) og einn portúgali. Og bráðum tvær íslenskar stelpu:) En eins og ég sagði þá er stemingin góð og allir mjög fínir. Þau buðu mig velkomna í fyrradag og við fengum okkur bjór saman. Svo í gær borðuðum við saman, einn strákur frá ítalíu eldaði pasta(en ekki hvað) og bauð öllum að borða(ég ætla rétt að vona að ég þurfi ekki að elda eitthvað íslenskt fyrir þau einhverntíman).
En hérna eru myndir af herberginu, set svo fleiri myndir inn af íbúðinni á næstu dögum.
Annar helmingur herbergisins
Og hinn helmingurinn
Út um gluggasvalirnar að nóttu til
og að degi til
That's all folks
Núna bý ég semsagt í L'Eixample sem er hverfið fyrir ofan miðbæinn. Miklu minni hávaði og mér finnst ég öruggari þegar ég labba um á kvöldin. Hef reyndar bara labbað úr metro og heim á kvöldin en það er samt áberandi lítið um skuggalegt lið hérna, sem er sko nóg af niðrí bæ. Það versta er að maður er ekkert að fara að kíkja niðrí bæ sisvona, það er best að taka metro eða hjóla(ég á svona borgarhjólakort sem virkar þannig að maður tekur bara hjólið úr sérstökum stöðvum og skilar því svo á stöðina sem er næst því sem maður er að fara). En þessi íbúð er mjög skemmtileg og það er skemmtileg stemning hérna. Það búa 3 ítalir hérna(reyndar 4 núna því tveir eru í heimsókn þessa viku), 3 mexikanar, ein stelpa frá slóvakíu(sem kemur ekki aftur fyrr en í ágúst) og einn portúgali. Og bráðum tvær íslenskar stelpu:) En eins og ég sagði þá er stemingin góð og allir mjög fínir. Þau buðu mig velkomna í fyrradag og við fengum okkur bjór saman. Svo í gær borðuðum við saman, einn strákur frá ítalíu eldaði pasta(en ekki hvað) og bauð öllum að borða(ég ætla rétt að vona að ég þurfi ekki að elda eitthvað íslenskt fyrir þau einhverntíman).
En hérna eru myndir af herberginu, set svo fleiri myndir inn af íbúðinni á næstu dögum.
Annar helmingur herbergisins
Og hinn helmingurinn
Út um gluggasvalirnar að nóttu til
og að degi til
That's all folks
Subscribe to:
Posts (Atom)