Thursday, August 14, 2008

Surprise heimsókn

Eins og margir vita líklega þá kom Árni mér algjörlega á óvart þegar hann birtist fyrir utan dyrnar hjá mér á laugardagskvöldið. Til að vita að ég yrði nú pottþétt heima þá var hann búinn að plotta smá lygasögu ásamt katrínu. Katrín bað mig semsagt að geyma lykla af íbúðinni þeirra(hún og fannar voru í ferðalagi á ítalíu) til að láta frænku hennar fá þegar hún kæmi með kvöldflugi á laugardagskvöldið. Ég ákvað því bara að vera heima og bíða eftir kellu. Um miðnætti var ég farin að ókyrrast og var að pæla hvort að þessi frænka færi nú ekki að koma. Svo hringir Katrín og segir að frænka hennar sé fyrir utan hjá mér svo ég fer niður að opna fyrir henni og þá var það Árni! Ég var svo glöð! Var sko alveg grunlaus og gapandi þegar ég sá hann. En við áttum mjög ánægjulega daga saman og þetta stytti sko aldeilis biðina þangað til ég kem heim.
Hérna eru nokkrar myndir
Sjúskaði flotti staðurinn Oviso. Við fórum þangað að fá okkur crepes, rosalega gott.
Photobucket
Photobucket
Photobucket

Ég og Katrín að borða á SushiYa
Photobucket

Photobucket

Árni áður en hann byrjaði að fá klígju
Photobucket

Katrín og Fannar
Photobucket

Við með Fernando, sem var heldur betur glaður að sjá Árna
Photobucket

Byrjið að undirbúa ykkur andlega.
Það eru bara 11 dagar í mig.

7 comments:

Anonymous said...

Já þetta var mjög gaman og velheppnaður lygavefur! Gaman að sjá hvar þú býrð núna og hversu hrein íbúðin er..
Ég er orðinn andlega undirbúinn fyrir þig...KOMA SVOOO!

Sylvía og Árni said...

Hehe já ég veit, kommúnan sem ég bý í er ekkert sérstaklega hrein :) En það búa nú svo margir hérna og það verður svona um leið og einhver sinnir ekki sinni vikulegu skyldu. Talandi um það, ég þarf að þrífa eldhúsið þessa viku..

Anonymous said...

Hehe Árni flottur á því maður... vel gert

Var að kíkja hingað, gaman að skoða allar myndirnar og damn hvað ég væri til í að fara í þennan dýragarð. Og róleg á rosalegu moskítóbiti hehe....

Annars bið ég að heilsa... hollllah!

Anonymous said...

Það hefði nú verið gaman að vera fluga á vegg er þú opnaðir fyrir "frænkunni", hehe.
Við Árni Magnús erum komin á fullt í að undirbúa okkur fyrir komu þína, höfum svona Sylvíustund á hverjum degi ;)

kv. Sigrún

Sylvía og Árni said...

Nei sæll Pálmar. Já þetta moskítóbit var frekar hellað. Var einmitt að fá 6 ný bit í gær... en þau eru nú ekki jafn slæm og hitt.. ennþá..

Haha "sylvíustund". Gott að þið eruð undirbúin, ég er orðin spennt að sjá ykkur

Anonymous said...

Árni þú ert snillingur.
Ég er sko löngu orðin andlega undirbúin, bring on sylviatime!!! Hlakka ógeðslega til að fá þig heim litla. xxxxxxxxxx

Anonymous said...

Ohhh sylvía ég hlakka svo til að fá þig heim... knúúúús!!!!!

Árni meiri rómóinn!!
ég gleypti meira að segja við lyginni í sambandi við frænku hennar Katrínar..

og þessi íbúð er náttúrulega bara barasta snilld..

love
elva