Þá er allur gestagangur búinn og ég orðin ein eftir. Spurning hvort að það hjálpi mér eitthvað í að byrja að læra... Síðustu dagar eru búnir að vera mjög skemmtilegir. Nóg af fiestas alla daga, óhollt fæði í óhófi og fleira skemmtilegt.. En nú verður tekið á því. Megrunin byrjaði í gær með þessu rosalega holla crispy andabringusalati með nóg af honeymustard dressingu(ekki mjög hollt en gott var það):
Þetta er hún Elva að spóka sig á ströndinni í kveðjuhittingi á ströndinni. Veit samt ekkert hver var að fara eða hvert, það voru vinir vina okkar.
Fallegu bífurnar á mér
Við kíktum í dýragarðinn fyrir nokkrum dögum því að Elva hafði barasta varla komið í almennilegan dýragarð.
Ég get hæglega mælt með dýragarðinum í barcelona. Mjög snyrtilegur, vel uppsettur, með öllum helstu dýrunum og mörgum fleiri og það besta er að hann er alveg í miðbænum.
Og svo ein af mér og Árna. Það er ekki laust við að ég sé farin að finna fyrir smá heimþrá..
Monday, August 4, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
9 comments:
awww svo leiðinlegt að vita af þér einni eftir og allir farnir .. en gott þó að þú hefur vitleysingana sem búa með þér hehe..
en já þessi dýragarður er sannarlega flottur og mjög vel þess virði að skoða.
Sakna Barcelona strax.. grét næstum því í flugvélinni á leiðinni heim þegar ég fór að hlusta á tónlist hehe..
Gangi þér vel að læra og hlakka til að fá þig heim.
Skilaðu kveðju til strákanna!
Elva
Hehe já það verður alltílagi með mig þetta síðustu daga. Bara smá heimþrá í gangi. En takk fyrir komuna og ég skila kveðju til strákanna. En fá stelpurnar ekki neitt? hehe
hahaha djók jú auðvitað til stelpnanna líka..
Æji ég sakna þín, hlakka til að fá þig heim! :*
eruði ekki með msn stelpur? :D
Heyrðu góði minn. Þú skalt ekki vera að trassa þá sem að eru nógu almennilegir til að commenta á þetta blogg. hehe
Og ég hlakka til að koma heim og hitta þig elísa, við skulum gera eitthvað skemmtilegt við þrjár.. Fara út að borða eða eitthvað.. eða kannski grilla saman, ég sakna grillmats svo mikið!
Já við verðum að grilla.. must must must!!!!!
Við getum örugglega fengið að grilla heima hjá mér ef við viljum..
Takk fyrir kveðjuna. Þyrftum endilega að reyna að hittast þegar þú kemur heim. Gætum platað Ingu Hrund með okkur svona til að rifja upp gamlar stundir :D
Kveðja Dagrún
Hæ hæ,
heyrðu ég hringdi á nemendaskrá til að tékk á þessu eyðublaði fyrir undanþáguna. Hún sagði að það væri ekki til neitt svoleiðis og að maður ætti bara að senda e-mail á skorarformanninn.
kv. Sigrún
Post a Comment