Sunday, June 29, 2008

Árni á heimleið

Nú fer að styttast í að ég verði ein eftir hérna í Barcelona því að Árni fer til Íslands annað kvöld um miðnætti. Það verður mjög skrýtið að hafa hann ekki, við erum náttúrulega búin að vera mjög mikið saman hérna úti. En ég verð ekki ein lengi, Svala snilli náði prófinu sem hún var í og fékk grænt ljós hjá mömmu og pabba til að koma hingað og vera út júlí. Hún kemur 4. júlí en ég er ekki búin að finna húsnæði ennþá, þarf að fara útúr þessu herbergi á morgun...hmmm... Fer reyndar að skoða eina íbúð á morgun. Og kannski get ég fengið hana Finu til að leyfa mér að vera hérna nokkra daga í viðbót. En já, ég ætla að vera hérna út ágúst að vinna í American Apparel.

Þið sem hafið ekki frétt það (örugglega mjög fáir) þá er ég búin að vera veik síðan 23. júní með einhvern magavírus/matareitrun. Ég hef aldrei á ævi minni verið jafn veik, magakramparnir voru verstir, en Árni sá vel um mig og gerði þetta bærilegra. Ég fór í vinnuna í gær og fékk bara smá krampa þannig að það var í lagi og í dag er ég eiginlega alveg orðin góð.

Við erum komin á síðasta séns með að elda bajonskinkuna sem við komum með út frosna(úr fermingunni hans óla) því árni er alveg að fara þannig að við ætlum að elda hana heima hjá Katrínu og Fannari í kvöld og horfa á leikinn. Verð bara að reyna að borða ekki yfir mig svo mér verði ekki illt í maganum aftir.

Svo langaði mig aðeins að monta mig því ég náði prófinu í áfanga sem ég var næstum hætt að fara í prófið í því að ég var ekki búin að skilja mikið alla önnina. Vúhú!

Set inn myndir á morgun

Kv.
Sylvía

4 comments:

Anonymous said...

ojj magapína er ekki góð.. láttu mig þekkja það hehe..

en já svala kemur út líka þannig ég verð kannski ekki alltaf ein þegar þú ert að vinna hehe..

og snillingur ertu að hafa náð prófinu.. ég trúði því innst inni að þú myndir standa þig stelpa
:)

en annars þá bið ég bara að heilsa ykkur og hlakka til að sjá þig silly!!

Anonymous said...

Takk fyrir það:) Og já svala kemur eftir nokkra daga. Fæ að vita um morguninn á morgun hvort ég fæ herbergi sem mig langar mjög mikið í, en ef ekki þá hef ég eitt annað til vara en þá verður kannski svoldið þröngt um okkur. En þau eru bæði aðeins útúr gamla bænum en bæði strætó og metro eru rétt hjá svo ég held að það verði engin vandræði með það.

Anonymous said...

haha já Elva við verðum víst ekki einar þar sem meðleigjendur okkar verða hvorki fleiri né færri en 8manns! það verður fjör...

hlakka til að koma!!

Anonymous said...

hehe já við skemmtum okkur með liðinu :) hehe