Ég fór til íslands síðustu helgi og það var ótrúlega gaman. Á laugardeginum fór ég í skírn hjá Sigrúnu og Birni Inga, og litli prinsinn þeirra var skírður því fallega og sterka nafni Árni Magnús. Fyrir þá sem ég hef ekki ennþá montað mig við þá var ég guðmóðir og það var mikill heiður og mjög skemmtilegt. Ég tók meðvitaða ákvörðun að vera síðasta manneskjan til að fara úr veislunni svo ég fengi nú doldið að halda á litla gaurnum og ég fékk minn tíma, þó það hafi ennþá verið gestir að mæta þegar ég var að fara.
Hér koma nokkrar vel valdar myndir úr veislunni:
Athöfnin
Ég og Ernir guðfaðir
MH vinkonurnar: Sigrún, Rannveig, Anna og ég
Björn Ingi stoltur með Árna Magnús
Ótrúlega sætur
Ég gat ekki hætt að taka myndir, hann horfði alltaf beint í myndavélina, algjört módel
Ég og Árni Magnús
Ég tók þessa af okkur meðan ég hélt á Árna Magnúsi
Sigrún mamma og Árni Magnús
Næsta færsla(Íslandsferð Sylvíu part 2) kemur á fimmtudaginn og þá koma myndirnar úr fermingunni hans óla. Ég þarf bara að læra svo mikið á morgun að ég sé ekki fram á að geta sett þær inn.
Tuesday, April 1, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
4 comments:
það er kominn fimmtudagur :)
hæhæ,
takk æðislega fyrir okkur, þú tókst þig rosa vel út í hlutverkinu og það var frábært að fá þig :)
getum varla beðið eftir að fá að sjá þig aftur, komdu fljótt heim!!!!!!!
kveðja,
Sigrún og Árni Magnús
Æi já það var svo gaman að koma aðeins heim. Ég skemmti mér líka bara svo vel um helgina að það var ekkert sérstaklega gaman að þurfa að fara aftur til barcelona í skólann... Ég hlakka til þegar kem næst til íslands og fæ kannski að passa árna magnús:) þ.e.a.s. ef foreldrarnir geta látið augun af honum...:)
en já svala ég var bara að koma heim núna þannig að myndirnar koma á morgun, I promise! (þær eru komnr á netið, á bara eftir að setja þær á bloggið)
Vá hvað myndin af þér með árna magnús svarthvíta er flott.. beauty beauty beauty!!!!!
En til hamingju guðmóðir..
p.s ég þekkti einu sinni erni, hvernig þekkja þau hann, er ég kannski búin að spurja að þessu?
Post a Comment