Síðasta vika leið alltof hratt. Andri og Sibba komu að heimsækja okkur og það var rosa gaman að fá þau. Þau voru góðir túristar og sáu bara um sig sjálf, fóru í túristabussinn og sáu því allt það merkilegasta í borginni. Svo fórum við öll saman í Gaudí garðinn í gær. En ég ætla nú bara að skella inn nokkrum myndum af okkur fallega fólkinu svo þið getið séð hvað við skemmtum okkur vel.
Andri og Árni
Patatas fritas og cerveza í tívolílílí
Sibba og Andri í rússibana
Ég og litlu krakkarnir í tæki sem hvorki sibba, árni né andri þorðu í
Útsýni frá tívolíinu á Tibidabo
Krúttlegur kall
Tíhí
Við í gaudí garðinum
Það henti einhver dauðri dúfu í ruslið á ganginum í sameigninni hjá okkur - frekar gross
Ótrúlega krúsílegur hundur
Og síðast en ekki síst... til hamingju með 14 ára afmælið Óli sæti bróðir minn!
Þessi mynd er tekin fyrir aðeins tveimur árum af mínum yndisfríðu systkinum á tenerife.
*ég veit að sumar myndirnar eru litlar og aðrar stórar, ég bara nenni ómögulega að laga þær*
Chao
-Sylvía
Tuesday, April 22, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
6 comments:
ojjjjjjjjjjjj er dúfan dauð, plís segðu mér að hún hafi verið dauð.
æææææiii núna hugsa ég um slösuðu dúfuna sem var þarna í búðinni.. ohhohh
Ohh hvað mig langar til að spranga um á kjól úti í stuttum jakka eins og þið ;) Gæti svo sem reynt, en það myndi örugglega enda með kvefi og leiðindum!
Já það er unaðslegt að spranga um strætin í kjól og stuttum jakka!
Frábær mynd af systkinunum sæt ad vanda :)
ps. alveg oj med dúfuna
knus Fjola
Hehe já hún var dauð, ég held að einhver hafi óvart drepið hana og losað sig við hana þarna...
Já veðrið er æði núna, alveg kjólaveður. Var einmitt á ströndinni í allan dag:) Og árni er líka mikið fyrir kjólana hehe
Fjóla, já þau eru alltaf svo voða sæt
já alveg einstaklega sæt mynd af okkur óla haha not...
ég þrái barce!!
Post a Comment