Síðustu daga hef ég fengið að heyra það nokkrum sinnum að ég sé orðin svo heimilsleg. Það er aðallega útaf því að ég hef verið að baka brauð og leggja smá effort í matreiðslu yfir höfuð. Það er ekki eitthvað sem ég hef mikið pælt í um ævina þar sem að mamma er algjör snillingur í eldhúsinu, sem hefur komið í veg fyrir að ég hafi nokkuð þurft að elda.
Á laugardaginn fórum við Árni svo á útimarkað og tvö shoppingmall. Við vorum að labba framhjá zöru þegar ég segi við árna:
Ég: "Þig vantar nú svolítið spariföt, eða ekki kannski spari heldur bara svona fínni hversdagsföt, finnst þér það ekki?"
Árni: "Neibb" Kom svo með eitthvað um að hann vildi bara vera í sínum fötum og að ég ætti ekki að vera að reyna að breyta því.
Ég: "Mér finnst fatastíllinn þinn mjög flottur. Mér finnst bara alltílagi að breyta til svona öðru hverju"
Getiði hvernig það endaði. Kallinn labbaði út úr H&M hæstánægður með tvær skyrtur og tvær peysur(cardigan-type peysur). Og ég á eftir, ánægð með sjálfa mig.
Í morgun áður en ég fór í skólann ákvað ég að athuga hvort að það væri hægt að hlusta á þáttinn hennar Valdísar Gunnarsdóttur á netinu. Nei, ég er ekki forfallinn aðdáandi heldur var viðtal við konu(Jónu Á. Gísladóttur) í þættinum í gær sem ég hef lengi fylgst með, þ.e.a.s blogginu hennar. Síðan ég var að vinna í vesturhlíð hef ég farið reglulega inná bloggið hennar því hún á einhverfan strák sem var þar. Hún skrifar mjög skemmtilega og sérstaklega þegar hún er að segja frá syni sínum. Hún er orðin einn vinsælasti bloggari landsins og slóðin á bloggið hennar er hérna: http://jonaa.blog.is/
Á morgun koma Sibba og Andri að koma í heimsókn til okkar(við getum ekki beðið). Þessvegna þurftum við að taka okkur á og þrífa íbúðina. Ég virkjaði Árna í það með mér. Hann sópaði(já sópaði, það er ekki ryksuga í þessari íbúð) og þreif eldhúsið og ég tók baðherbergið og skúraði svo gólf. Þess má geta að á spáni er þetta apparat notað til skúringa:
Kannski þekkja þetta allir en ég hef allavega aldrei notað þetta á íslandi. Þetta heitir fregona á spænsku og er mjög þægilegt fyrir þá sem vilja ekki þurfa að vinda ógeðisvatnið úr moppunni með höndunum en þetta er aftur á móti ekki svo sniðugt ef fólk vill fá hrein gólf, því þetta dreifir bara skítnum.
Það var meðan ég var að skúra sem ég fór að pæla í hvort að ég væri orðin fullmikil...
Kelling!
That's right
Ég baka brauð, hlusta á bylgjuna, versla á kallinn minn og þríf og skúra gólf þegar gestir eru að koma í heimsókn...
Hvar endar þetta?!?
Monday, April 14, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
11 comments:
Holy crap kona, eg held eg thurfi ad snara mer heim og afkerlinga thig i sumar... Eg thekki thetta nu samt eins og thu veist, thetta laedist aftan ad manni! En sem betur fer er eg lifandi daemi um ad thad er aldrei of seint ad dekerlingfya!!!
Eg set samt ekki i gang fyrr en thu ert buin ad syna mer thessa nyfengnu culinary skills thina allavega einu sinni :P
Love
P.s. Plis ekki breyta Arna i plebba, eg elska fotin hans
xoxo
Hahaha dekerlingafy me please! Neinei þetta er kannski ekkert svo alvarlegt. Og auðvitað breyti ég ekki árna. Helduru að ég sé með einhvern plebbasmekk eða hvað?
Endar þetta ekki bara með barneignum og áskrift af gestgjafanum ? Passaðu þig samt á bylgjunni. Ívar Guðmunds er stór hættulegur.
Þú ert bara heimilisleg húsmóðir ;)
Gott að einhver taki það að sér því ég get því miður ekki sagt það sama!
dekerlingfya! hahahaa þetta orð er snilld.. en já þetta er allt önnur ella, nei ég meina sylvía en maður þekkir.. vissi samt svosem að þetta byggi inni með þér, þetta er í okkur öllum held ég, verður að fá að koma fram stundum.
Haha ég sé svipinn á þér fyrir mér þegar þú labbar á eftir árna úr h&m.
en vá hvað það er langt síðan ég talaði við þig á msn.. enda er ég þar reyndar sárasjaldan lengur.
og af því ég talaði einu sinni um orðið hérna að neðan sem þarf að slá inn til að geta postað commentinu þá verð ég að deila með ykkur því sem stendur núna.. það er reyndar ekki jafn fyndið og síðast en það er núna mnarie.. eins og mmm..naríur.. bara eins og naríur séu skrifaðar á ensku.. bahaha.. æi er ég eina sem fynst þetta fyndið.. já örugglega..
Jæja farin að tala við sjálfa mig.. þýðir að það sé kominn tími á að hætta þessu bulli..
elska þig kona og árna pínulítið líka hehe :*
Haha já ég hef heyrt ljótar sögur um þennan Ívar.
Og húsmóðir já... ég veit ekki. Hef aldrei séð það fyrir mér að ég yrði mjög húsmæðraleg en alltaf er maður að læra...
Og Elva, þú ert nú bara aldrei á msn. Maður verður bara að fara að panta tíma hjá þér held ég!
muchas gracias fyrir shopping dæmið, Ana var mega sátt!
Sigríður Helga er á leiðinni til BCN, sendi henni þetta líka.
besos
heyrðu já hvernig væri að vera með svona msn tímapantanir haha..
en hey ég er búin að blogga.. það gerist svona einu sinni í mánuði hjá mér haha
verður að lesa það ... !!! MÖSTTTT
Já það var nú lítið svala.
Og já ég fer að lesa núna elva
Sylvía lestu skilaboðin frá mér á myspace, message ekki comment!
Jæja kellingin mín - það er orðið langt síðan ég hef heyrt í þér!! Hringdu fljótlega.. kv.mamma
Post a Comment