Friday, March 7, 2008

loksins loksins

Jæja það er komið að smá update frá okkur hérna við miðjarðarhafið(hljómar rosa vel en þaðer búið að vera skítkalt þessa síðustu viku). 5 mars fluttum við á Carrer dels Tallers sem er á besta stað í bænum, alveg downtown, rétt hjá skólanum, rétt hjá carrefour, rétt hjá plaza catalunya, eiginlega bara rétt hjá öllu!

Elva var hérna hjá okkur í viku og það var mjög mikið stuð á okkur. Fórum t.d. í túristabusinn(árni var samt heima því honum var svo óglatt) en það var mjög gaman og ég sá margt nýtt í þessari gasalega bjútífúl borg. Svo kíktumvið líka á Sagrada familia en hvorki ég né árni var með myndavél þá, en við eigum örugglega eftir að fara aftur þangað. Svo fórum við á þorrablót sem var haldið af íslendingafélaginu í Barcelona(ég vissi ekki einusinni að það væri til) en það var mjög gaman, eiginlega skemmtilegra en ég bjóst við.

Ég nenni ekki að skrifa meira en myndir segja líka meira en þúsund orð eins og sagt er.

Diskóköttur
Photobucket

"Parið" Elva og Gunni megahress á þorrablótinu
Photobucket

Árni sveittur að slafra í sig svið
Photobucket

Þetta var utaná einhverjum norðlenskum pöbb
Photobucket

Ég og Elva í bus túristico
Photobucket

Nokkrar myndir úr bussinum:
Torre Montjuic
Photobucket

Man ekki hvað er í þessum kastala en hann er flottur. Tekið frá Plaza Espanya
Photobucket

Ólympíuleikvangurinn, byggður fyrir ólympíuleikana sem voru haldnir í Bcn árið 1992
Photobucket

Photobucket

Listaverk úr gömlum lestarteinum
Photobucket

Smá útsýni, samt aðallega bara hausar á jóni túrista og frú
Photobucket

Kláfurinn sem fer uppá Montjuic hæðina
Photobucket

Og svo kemur smá myndasyrpa af Árna sem var ólmur í að sýna íbúðina
Photobucket
Photobucket
Photobucket
Photobucket
Photobucket
Photobucket
Photobucket
Photobucket

Ekki jafn flott og gamla íbúðin en þessi er samt í betra standi og er bara nokkuð góð í alla staði. Hin íbúðin var samt með meiri karakter...

13 comments:

Anonymous said...

Hahaha brilliant myndir af árna.. og mikið gasalega tókum við okkur vel út í businum hehe..

já það var víst tekið þannig að ég og gunni værum saman hehe.. kannski þar sem við sátum hlið við hlið en ég verð nú að segja að það er hálfgerður hjónasvipur á okkur þarna líka á myndinnni frá þorrablótinu ..bæði hálf krækklótt í framan.. haha..

Anonymous said...

og já eitt annað.. myndin af mér og gunna... augun í mér eru í stíl við kjólinn hahahhahahahahha!!!!!!!

Anonymous said...

Hehe já þið eruð bæði frekar fyndin og já augun á þér eru ekkert smá rauð. Tók líka aðra mynd af þérþegar þú ert með appelsínið og þá eru augun í þér ennþá rauðari, ég verð að senda þér hana, þú ert svo sæt á henni:)

Anonymous said...

hey já send me, svo náttla ef þú átt aðrar skemmtilegar myndir frá því ég var þarna. og ég þarf að senda ykkur líka eithvað .. allavega myndina af ykkur í la sagrada familia með útsýnið í bakgrunni.!!

Anonymous said...

mer líður eins og ég sé að stalka þetta commentakerfi.. anywho...hvað búist þið við að vera lengi þarna úti.. koma heim í júni eða nota sumarið þarna úti eller what??

Anonymous said...

Já þú ert eina sem er dugleg við að kommenta, ég veit ekki hvort við nennum að halda áfram að blogga ef að enginn les þetta..
En já með sumarið.. við vitum eiginlega ekki hvernig það verður. Vitum bara að við verðum allavege til 30 júní. Árni ætlar líklega heim þá en ég verð kannski lengur ef ég finn gott húsnæði og vinnu, það væri gott að vera lengur og umgangast fleiri heimamenn og æfa mig meira að tala. En ekkert er ákveðið með það:)

Anonymous said...

ok.. ef þú verður þarna allan júlí mánuð þá er séns að ég komi aftur út ef það er hægt því ég fæ frí síðustu tvær vikurnar í júlí og langar að gera eitthvað skemmtilegt,nú og ef þú verður komin heim þá bara gerum við eitthvað skemmtilegt saman hérna heima í sumar :)

vil samt alls ekki að þið hættið að blogga..

Anonymous said...

Já það væri mjög gaman ef þú myndir koma aftur, en eins og ég segi þá er ekkert ákveðið. En já ef ég kem heim þá verðum við bara að gera það besta úr því, ísland er ekki svo slæmt hehe

Drekaflugan said...

þið megið alls ekki hætta að blogga. Það er bannað. það er aldrei nema brotabrot sem kommentar hvort sem er, hinir lesa bara, eins og ég, nema stundum :)...GPL

Laufás said...

Ég tek undir með GPL ekki hætta að skrifa því ég bíð spennt á hverjum degi hvort það sé eh. nýtt að frétta. Verið bara dugleg áfram elskurnar því þetta er svo flott hjá ykkur. Æðislegar myndir, ég bíð spennt að koma og labba um borgina með ykkur, það styttist í það...Hafið það skemmtilegt. Mamma í Háaleitinu. Ég skrifa frekar tölvupóst :)

Anonymous said...

Jájá við erum hvergi hætt! Myndatökunum okkar hafa samt stórlega fækkað eftir að umhverfið hætti að vera "nýtt" og varð hversdagslegt.. y'all know how it is.

Laufás said...

Annað sem ég sá á mynd,ég vissi ekki að þú borðaðir sviðakjamma !
Ég á slatta í frysti, held sviðaveislu þegar þú kemur heim.
Mamma.

Anonymous said...

haha já það væri geggjað! jújú ég hef alltaf borðað þá, þeir eru bara ekkert alltaf á boðstólnum..