Monday, February 25, 2008

Gasalega skemmtilegar myndir frá síðustu dögum

Tíminn flýgur áfram hérna í Barcelona. Nú eru liðnir 50 dagar síðan við fórum út og það þýðir að við erum búin með 27,8% af dvölinni okkar hérna(ekki að við séum að telja niður dagana hehe).

Á laugardaginn gerðum ég, Árni og Gunni okkur glaðan dag og fórum á ströndina. Veðrið var mjög gott, kannski svona 18-20 gráður þegar það var heitast og skínandi mikil sól. Það þykir mér mjög gott miðað við febrúar hérna nyrst á Spáni. Þó ekki nógu gott til að fara í sjóinn þó að nokkrar hetjur hafi látið sig hafa það(ekki við samt).

Hérna koma allavega nokkrar myndir af þessu ævintýri okkar á PizzaHut-ströndinni aka Malibu ströndinni aka Nova Icária ströndinni.

Árni frekar sáttur




Um að gera að láta skína aðeins á kálfana


Á leiðinni heim
Photobucket

Photobucket

Photobucket

Photobucket

Þessi er að selja töskur við ströndina, takið sérstaklega eftir bandinu sem hann heldur í, það er til að geta kippt öllu upp í einu þegar einhver félagi gefur merki um að löggan sé að koma (jájá það hafa örugglega allir sem hafa séð svona, okkur finnst þetta bara svo töff)
Photobucket

Árni pólverji og Silla túristi
Photobucket

Sjáiði hver leynist í glerinu á gleraugunum
Photobucket

Stensill af hundi að hömpa R2D2
Photobucket

Þegar við vorum alveg að koma heim skall á þessi líka rosalega þoka. Það varð skítkalt og okkur til mikillar undrunar gátum við andað þannig að það kom reykur svona eins og í frosti
Photobucket

Svo er hún Elva á leiðinni í heimsókn til okkar. Hún er einhversstaðar yfir Atlantshafinu núna en ég ætla að fara að sækja hana uppá flugvöll kl 11 í kvöld og þá verður sko haldið beint á klúbbana og djammað fram á rauða nótt! Neinei smá grín mamma mín. Ég fer í skólann á morgun en við ætlum samt að kíkja út í kvöld;)

Ciao for now

11 comments:

Anonymous said...

hey heitir ströndin í alvöru Nova Icária !? þetta var spurning sumarsins 2007, hvað þessi strönd héti eiginlega...

hvernig var elva að meta nasty?

Anonymous said...

Já hún heitir það. Spurningunni svarað!

Og elva var alveg að meta Nasty, við tókum vel á því það kvöldið

Anonymous said...

Hahahahaha árni pólverji...mér finnst hann ýkt pólverjalegur þarna bara af því þú sagðir þetta (sorrý árni)
Haha

Miss you guys :*

mattib said...

Hæ HÆ gaman að sjá að þið eruð með blogsíðu.. Ég ligg hérna heima í rúminu fastur , öll vinstri löppin á mér í gifsi eftir að ég meiddi mig í fótbolta .. sleitt líklegast vöðva í hnénu ;(

kveðja Matti :)

Sylvía og Árni said...

Hehe já hann er frekar pólverjalegur á þessari mynd.

En það er ekki nógu gott að heyra með þig Matti, verður þetta lengi að jafna sig?

Miss Erna said...

Enn skemmtileg síða! Gaman að heyra hvað það er gaman hjá ykkur! Barca er kúl...ok já og þið líka ;) Verð að segja ykkur að ég heimsótti þessa sömu strönf og myndirna sína nokkrum sinnum síðasta sumar. Haldið áfram að blogga og setja inn myndir. Kv. Erna Davidz.

Anonymous said...

Sylvía - eg er alltaf að reyna að hringja í þig og senda þer sms - Mig langar sárlega til að fara að heyra í þér - Hringdu í mig. þín mamma

Sylvía og Árni said...

Hæ Erna, já það er allt frekar kúl hérna í BCN. Og já við erum að reyna að vera dugleg að setja inn myndir, orðið svoldið langt síðan við blogguðum síðast:/ Set tengil á bloggið þitt

Og mamma, ég skal hringja... búið að vera smá vandamál með símann minn:(

Fjóla said...

Hæ sylvia og arni.. gaman ad lesa um ævintyrin ykkar endilega keep on blogging.. langar ykt mikid i heimsokn til ykkar.. her a jotlandi er ekki beint 20 stiga hiti
knus Fjola

Anonymous said...

það var nú tekið almennilega á því allan tímann.. en fariði nú að blogga frá nýju íbúðinni.. miss you guys geðveikt !!!

Sylvía og Árni said...

Já skelltu þér í heimsókn Fjóla, það er um að gera. Og TIL HAMINGJU:*

Ég ætla að henda inn nýjum myndum í kvöld. alveg kominn tími á það. Og we miss u too:)