Wednesday, February 6, 2008

update

Nú er skólinn byrjaður hjá mér og það gengur bara ágætlega. Ég er reyndar ekki búin að ákveða alla áfangana sem ég verð í en ég er að vinna í því. Annars er nú ekkert mikið að frétta, maður er farinn að venjast því að búa hérna og okkur líkar bara mjög vel við okkur. Veðrið er búið að vera gott, óvenjugott fyrir janúar hef ég heyrt. Fyrir 3 dögum var fyrsti rigningardagurinn og það var líka alvöru rigning, hellidembur með nokkurra tíma millibili. Annars er búið að vera sól uppá hvern einasta dag, þó það sé ekkert alltaf hlýtt. Á daginn er svona 14-18 gráður(virkar samt aðeins kaldara útaf rakanum) en sólin hitar mikið og á kvöldin er svona 7-10 gráður og það er svona peysu+jakka veður því þá vantar sólina. Semsagt alveg frábært!

Í gær fórum við með Siggu og Gunna á carnival í Sitges(lítill strandbær rétt hjá BCN, þekktur fyrir mikinn fjölda samkynhneigðra karlmanna) og það var mikið stuð. Við fórum út að borða og plöntuðum okkur svo á besta stað og biðum eftir skrúðgöngunni. Það var greinilega mikið lagt í hana og stóð yfir svo lengi að eftir sirka 1 og 1/2 tíma gáfumst við upp á að standa í mannþrönginni og röltum upp að kirkjunni til að hafa útsýni yfir herlegheitin. Bærinn var svo gjörsamlega pakkaður að þetta hlýtur að vera aðaldagurinn á árinu til að heimsækja Sitges. En við erum ákveðin í að taka allavega einn dag í sumar og fara þangað aftur í sólstrandastemningu.

En hérna koma myndir frá síðustu dögum, samt ekki frá Sitges(þær koma í næstu færslu)

Smábátahöfnin og ströndin í BCN
Photobucket

Photobucket

Photobucket

Photobucket

Svona lítur Barceloneta ströndin út í janúar
Photobucket

Photobucket

Photobucket

Ég heimilisleg að baka naanbrauð
Photobucket

Photobucket

Photobucket

Árni og Gunni alltaf hressir
Photobucket

Ég að reyna að vera sæt
Photobucket

Photobucket

Á Plaza Catalunya
Photobucket

Kveðjur úr sólinni

3 comments:

Anonymous said...

Vá hvað það hljómar vel að vera með hitastig í plús gráðum... Annars bara að kvitta fyrir innlitið :)
Kveðja Dagrún

Sylvía og Árni said...

Takk fyrir það:) og já veðrið hérna núna er svona eins og það gerist best á íslensku sumri og það á bara eftir að fara hækkandi... En skemmtið ykkur vel í snjónum muhahaha

Anonymous said...

úff hvað mig hlakkar til að koma... þrái peysu jakka veður.. þetta er viðbjóðslegt hérna núna á fróni.