Hérna koma nokkrar myndir frá sitgesferðinni
Áður en við héldum af stað
Í lestinni
Komin til Sitges
Skrúðgangan endalausa
Nördavagninn
Það voru aðallega karlmenn sem vildi voru í þessum búning
Skutlurnar í sitges
Þessi var sætur
Og þetta er bara brot af þeim vögnum sem voru í skrúðgöngunni
Þetta eru svo nokkrar myndir frá tónleikum Smiff-n-Wessun sem við fórum á í gær. Við vorum reyndar of sein til að sjá frank-n-dank því að við erum algjörir aular. Við vissum að húsið myndi opna kl 21 en við vorum ekkert að flýta okkur því að við héldum að þeir myndu ekkert byrja að spila strax. Svo mættum við uppúr 22 og þá var fyrra atriðið(semsagt frank-n-dank) bara búið og Tek n Steele(Smiff n Wessun) að stíga á svið. En þeir voru samt mjög skemmtilegir og við árni erum mjög ánægð með að geta farið á hiphop tónleika hérna í Bcn því við vorum ekki búin að búast við miklu í þeim efnum.
Hérna er svo lítið myndband frá tónleikunum http://www.youtube.com/watch?v=YafY7RY2hN4
Svo fengum við okkur þennan helv. fína hádegismat daginn eftir.
Sá sem getur giskað á allt sem er á disknum er bestur... hinir eru fúlegg
Sunday, February 10, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
12 comments:
heyyyy!
Ætlaði nú bara að kasta kveðju á ykkur skötuhjúin áður en ég fer heim í heiðardalinn!
Þið passið upp á Gunna fyrir mig að hann geri nú enga vitleysu hehe ;)
adiós y nos vemos en marzo!!!!!
muah ;*
Basil eða eitthvað þannig þetta salat.fanta lemon, salsa sósa, bakaðar baunir, pulsur, ostastangir? og myndi giska á einhverskonar brauð eða ommilettu..
Jæja er ég fúlegg eða best??
Gaman að heyra að þið séuð að finna tónlistina ykkar þarna úti.. verra að þið komuð of seint og misstuð af fyrra atriðinu.. týpískir íslendingar bara held ég.. ekkert að mæta á réttum tíma hehe..
Hey ég fór á salsa kvöld á kultura í gær :) með lindu og erlu og vinkonum þeirra. Skemmti mér bara mjög vel.. hehe
Já við skulum reyna að sjá til að honum leiðist ekki mikið og verði stilltur. En skemmtu þér vel á íslandi, vonandi verður ekki brjálað veður á vellinum:)
Já við vorum doldið miklir íslendingar að klikka á þessu. En gott hjá þér að geta skemmt þér á kúltúra hehe:)
og p.s. þú ert fúlegg muhaha
ohhhhh ég vil ekki vera fúlegg... bwhahaha.. en vá hvað þetta er mögnuð hárkolla sem þú varst með sylvía.. verð að fá að prófa hana þegar ég kem. vá hvað við erum að kommenta hérna á nákvæmlega sama tíma hhehe
Er þetta ekki bara hiphop á disknum ?
pullur, spínat, baunir, salsa, krókettur og tortilla?
Árni ég vil sjá fleiri myndir af þér með Mozart hárkolluna
ég er ekki ennþá búin að jafna mig á því að þið hafið misst af þeim... algjör skandall!
Ég er enn að reyna að ákveða hvort ég eigi að breyta fluginu mínu. Nýjustu fréttir: Pete Rock kannski á leiðinni í maí! Dilla tribute kvöldið í gær, One Be Lo var að chilla með okkur í tölvunni hennar Völu, hún ætlar að selja hana á ebay...
Haldið áfram að vera svona dugleg!
besos
Björn Ingi og Sigrún: fúlegg
Siggi: næstum því, en samt ekki alveg= fúlegg
Svala: Ef þú ætlar að breyta því þá skaltu d´rifa þig, það er örugglega allt að verða uppselt eða orðið ógeðslega dýrt og þú þarft að borga mismuninn! En gott að þið skemmtuð ykkur í gær og það væri frekar bilað ef að pete rock myndi koma...hvar sástu það?
HAHAHA Sylvía með afróið er MET!!!
Ohh ég elska fanta limón!
Mozarella dæmi, salsa, spínat, pullur, eggjakaka, los bauneros bakaðos.
Þessi skrúðganga er cuhraaazy flott!
JÁÁÁ rétt hjá þér elísa, þú ert svo klár. Og svo ertu líka best
Hæ, hæ
Töff dráttavélar
Kveðja Björgvin
Post a Comment