Jææja ég held það sé komið að mér að segja frá hvað er að gerast hérna hjá okkur. Það er búið að kólna svolítið síðustu daga, ekki alveg þetta sólstrandaveður sem við vorum orðin vön. Rigndi síðustu 2 daga en annars er eiginlega bara búið að vera sól alla daga þó að það sé ekki alltaf heitt. En í dag var aftur komin sól og 16 stiga hiti þannig að við erum bara sátt.
Hérna lýkur veðurfréttafærslunni sem íslendingar eru eflaust svo spenntir yfir.
Í dag fórum ég og Árni að túristast. Eins og við höfum sagt áður þá erum við varla búin að fara út fyrir gamla bæinn sem eru 3 hverfi (Raval,Gótico, Borne) en í dag datt mér í hug að fara að skoða Gaudi garðinn Park Guell.
Hérna koma nokkrar myndir
Þetta þarf maður að klífa til að komast í garðinn(allavega til að komast þangað að öðrumegin)
En það er alltílagi því svo tóku við fullt af rúllustigum upp restina að hæðinni
Fjallið Tibidabo í fjarska
Við æðislega sæt með grettur í sólinni
Töff hús, fjarskalega flott
Árni á toppnum á hæðinni
Rosa flottar súlur
Uppáhaldið mitt, Gaudí salamandran. Einu sinni átti ég salamöndru sem hét Snati en hún vildi ekki borða neitt þannig að hún dó.
Annars er allt gott að frétta. Skólinn gengur ágætlega, svolítið erfitt að skilja kennara sem tala á ljóshraða í staðinn fyrir að tala spænsku hægt með íslenskum hreim eins og á íslandi.
Elva Rut ein besta vinkona mín er að koma á mánudaginn og vera hjá okkur í viku. Ég hlakka mikið til og ætla að reyna að sýna henni og skemmta henni eins mikið og ég get. Ég efast ekki um að það verði mikið fjör hjá okkur eins og oftast þegar við hittumst
En ég ætla ekki að hafa þetta lengra núna
Hasta pronto
-Sylvía
Og já ég gleymdi að segja að ég var bitin af mosquito.. Í ANDLITIÐ! Hefur einhver lent í því... Það hefur allavega aldrei komið fyrir mig og ég hef verið étin útum allt af mosquito(þegar ég var í argentínu) en aldrei í andlitið!
Og nei, þetta er ekki bara bóla hehe. Þetta er bólgið og rautt í kring og mig klæjar í þetta, og þetta er bara alveg eins og mosquito bit... frekar böggandi ef þessar spænsku ætla að fara að éta á mér andlitið líka, þá verð ég að sofa með sængina yfir höfuð...
Friday, February 22, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
10 comments:
flottar myndir.. hlakka geðveikt til eins og ég er búin að segja ábyggilega trilljón billjón sinnum... EKKI Á MORGUN, EKKI HINN HELDUR HINN!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Hahaha já það er klikkað stutt í þetta!
æi ojj er mikið af mosquitos þarna .. mín reynsla af þeim er vægast sagt hræðileg!!
og hey árni þú ert snillingur að búa til bannera.. þessi mega mikið æði!!!
Nei það er alls ekki mikið, þetta er annað skiptið sem ég hef verið bitin núna, ef það væri mikið af þeim þá væri ég bitin allstaðar. ég held að það verði samt fleiri í sumar, og já árni er algjör photoshop-guru
Hehe takk fyrir það! Er svona að rifja þetta upp jafnóðum..
ég trúi því ekki að við munum missa af premier krakkar...
eins gott þið planið eitthvað mega kvöld útí barce!
Jájá við gerum gott Primo-kvöld..BÓKAÐ MÁL.
Áts Árni, þú ert svo svalur í Michael Jordan bolnum þínum að ég fæ bara sting í augun! Og ég er ekkert að grínast sko, flottur bolur!!!
Ég hef einu sinni verið stungin í andlitið, það er glatað! Einhverjar vangefnar sem gera það held ég, því allar hinar sleppa því.
Og hey, ég man eftir snata!!! Það eru milljón svona þar sem ég bý núna, það skreið ein á mér í svefni um daginn.
Sætar myndir af þér sætasæta!!!
xoxoxo
Já hann Árni er frekar töff ú í nýja bolnum sínum, og þess má geta að þetta er annar MJ bolurinn sem hann er búinn að kaupa sér.
Og salamöndrur eru æði. Eins og öll froskdýr og skriðdýr. Ég var næstum búin að fjarfesta í iguana-eðlu á römblunni þegar Árni kom með smá reality check og spurði mig hvað ég ætlaði að gera við hana þegar ég færi heim hehe
Post a Comment