Tuesday, February 19, 2008

Einu skrefi frá íbúð

Við erum komin með íbúð en eigum eftir að hitta leigjandann aftur til að borga honum deposit og fá lykla. Fórum á sunnudaginn að skoða hana og spjalla við leigjandann. Okkur leist strax vel á íbúðina en við ætlum að leigja hana ásamt Gunna og Siggu, vina okkar hérna úti. Íbúðin er með tveimur góðum svefnherbergjum, stóru anddyri, fínu eldhúsi, klósetti og stofu. Það er meira að segja nokkurs konar sólstofa útfrá stofunni og einu herberginu..sweet stuff! Við verðum með þessa íbúð þangað til við förum heim, hvenær sem það verður, en allavega í 4 mánuði. Það besta við þessa íbúð er hins vegar að hún er á Carrer dels Tallers, mjög fínni verslunargötu útfrá Römblunni í norður Raval, en íbúðin er bara alveg við háskólann hennar Sylvíu.

Fórum eftir íbúðarskoðun á stórfína tónleika Little Brother (rappdúó) á Sala Apolo. Ótrúlega góð lög sem þeir tóku og frábært "crowd-interaction" hjá þeim, mjög gaman.

Big Pooh, Phonte, DJ Flash og Darien Brockington (left->right)


Árni Brax

9 comments:

Anonymous said...

Til hamingju með nýju íbúðina ;)
Kveðja,
Heiðrún

Anonymous said...

Takk fyrir það Heidi!

Laufás said...

Frábært,vona að þetta gangi upp hjá ykkur.Er þegar farin að hlakka til að koma til ykkar í vor.Kær kveðja mamma.

Anonymous said...

Jæja gott að heyra að þið eruð búin að redda íbúð:) frábært líka að hún sé svona fín :) hlakka til að sjá ykkur.... aðeins 5 dagar !!!!!


Elva

Fjóla said...

Vá lítur út fyrir ad vera stud á ykkur... takk fyrir hamingjuöskir
knus fra doktor Fjolu

Anonymous said...

Sæl veriði...ég veit svosem ekki hvort fólk eigi í einhverjum vandræðum með að skrifa komment hérna en ef svo er þá er það nokkuð einfalt. þið skrifið einfaldlega í WORD VERIFICATION-reitinn (fatlaðramerkið) skrýtnu stafina sem eru fyrir ofan reitinn (grænu), hakið í Name/URL reitinn og skrifið nafnið ykkar, þurfið ekki að skrifa neitt URL. :)
kv
Árni Johnson

Anonymous said...

Ég ELSKA nýja bannerinn! Þið eruð snillar.
Sakna þín more and more each day saltpilla ;)

Anonymous said...

Miss you too elísa:)
Og vá flottur banner hjá þér árni minn. Þetta geturu!

Sigga said...

vááá stórlglæsilegt nýja lúkkið á blogginu!
Skoðaði myndirnar af íbúðinni og lýst vel á þetta, það verður stuð hjá okkur ;)
Hlakka mikið til að komast úr vetrinum hérna á Íslandi,úff can´t wait!!!!!!
See ya soon! :)