Friday, February 8, 2008

DJ Qbert

Við Árni skelltum okkur á tónleika í gær með hinum heimsfræga DJ Qbert. Þeir voru haldnir á Apolo og vill svo heppilega til að hann er staðsettur í götunni okkar. Við eigum örugglega eftir að fara á marga tónleika þar á næstu mánuðum og reyndar erum við að fara þangað aftur strax á morgun því þá eru Smiff-N-Wessun + Frank-N-Dank að spila!
Hérna koma myndir frá fantagóðum tónleikum þrefalds DMC World Champion, DJ QBERT!!

Boogie junkies warming up the crowd
Photobucket

Photobucket

Við að koma okkur í gírinn meðan Qbert setur upp settið
Photobucket

Qbert
Photobucket

Qbert
Photobucket

Allir að reyna að fá mynd af sér með the legend
Photobucket

Og við gátum ekki staðist að vera pirrandi og gera það sama...
Photobucket

Photobucket

Graffiti á Nou de la Rambla(götunni okkar) á leiðinni heim af tónleikunum
Photobucket

Ég ætla nú ekki að hafa þær fleiri í bili en stay tuned því Árni hlýtur að fara að setja inn eitthvað af sínum myndum frá síðustu dögum bráðlega

6 comments:

Anonymous said...

ég er svo öfundsjúk út í ykkur að það hálfa væri nóg...verð með ykkur í anda í kvöld! have fun

kveðja úr storminum

Sylvía og Árni said...

Á morgun meinaru hehe

Anonymous said...

veit ég skrifaði þetta sem hér á eftir kemur á elísublogg líka en bara verð að segja ykkur þessar fréttir af mér þannig best var að copy paste-a

fréttir af íslandi... úff í dag er búið að vera versta veður síðan ég man eftir mér án fokking djóks... við erum að tala um að löggan bað fólk um að vera inni og ég var að keyra um allan bæ.. gat ekki hlýtt löggunni.. þurfti að fara og sækja pizzu og ég komst varla út í bíl aftur þegar ég kom útaf pizzastaðnum, pizzan fauk niður og þrýstist alveg upp að mér,, ég reyndi að rétta pizzakassann aftur upp en fauk þá á bílinn minn, missti næstum pizzuna út í veður og vind og rétt náði að opna hurðina og skuta pizzunni inn og þurfti svo að loka hurðinni með þvilíkum átökum..
Við erum sko að tala um að maður segir nú oft að það sé svo hvasst að maður sé að fjúka en ég bókstaflega fauk, hef aldrei lent í þessu áður svona rosalega
Og ekki bætir úr að það fylgir þessum vindum svoleiðis úrhellisdemba...

Síðan fórum við höddi með svavari frænda og ólöfu í bíó áðan í smáralind og þegar við komum út og vorum að keyra undir brúnni hjá smáralind þá var svo stór og djúpur pollur á veginum að ég missti andlitið.. við héldum að bíllinn myndi stoppa í miðju flóðinu og ekki hafa það yfir vá sko.. vatnið náði næstum upp á miðjar dyrnar á bílnum .. en sem betur fer náðum við að komast í gegnum pollinn sem eiginlega kallast ekki pollur heldur stöðuvatn því hann var svo stór.

Löggan er um allan bæ að hjálpa fólki sem hefur komist í sjálfheldu og maður sér blá ljós hvert sem maður lítur..

Veðrið er víst svona slæmt um allt landið og snjóskaflarnir fyrir vestan eru jafnháir og rútur meðfram vegunum.. shitt sko.. þetta er eins og þetta var þegar ég var smástelpa og bjó á Flateyri..

Einhversstaðar fauk sumarbústaður burt bara í heilu lagi þannig ekkert stóð eftir nema klósettið..
Verstu vindhviðurnar fara upp í 55 metra á sekúndu :/
Fólk er beðið um að vera ekki nálægt gluggum heima hjá sér á meðan versta veðrið er að ganga yfir..
Þetta er víst dýpsta lægðin sem gengið hefur yfir landið í allan vetur og þá er mikið sagt því það er búið að vera margir dagar sem hafa verið mjög vondir.. þú valdir þér sko góðan tíma til að vera ekki hér heima..

Við erum sko að tala um það að það eru búnar að vera 3 vélar á keflavíkurvelli sem hefur ekki verið hægt að tæma, 500 manns,fólkið búið að bíða í vélunum síðan kl 5 í dag og kl er núna að verða 11, það var reynt að hleypa þeim í flugstöðina um kl 9 í kvöld með því að leggja fullt af slökkviliðsbílum til að mynda skjól og svo voru fullt af lögreglumönnum sem mynduðu röð til að fergja fólkið í rútur,,, og þau eru búin að þurfa að hanga í vélunum í nokkra kl tíma..

Allavega tvær rútur eru búnar að fjúka á hliðina.
Það er sko bara ástand hérna á fróni.

Núna sit ég fyrir framan tölvuna og sjónvarpið og hlusta á óveðrið gegnum gluggann.. notalegra hérna inni en úti úff...

Vonandi verður ekki svona vont veður þegar ég á fljúga til þín...

Anonymous said...

halló

Anonymous said...

Hvar var Mozart kollan Árni ?? Hvar var hún ?
Ég vill sjá meiri Mozart !

Sylvía og Árni said...

Rosalegt komment hjá þér elva:)
Og já það fara að koma inn myndir af árna í búning, hann er búinn að vera með kolluna alla daga. Ég fæ hann ekki til að taka hana af sér...