Þá er allur gestagangur búinn og ég orðin ein eftir. Spurning hvort að það hjálpi mér eitthvað í að byrja að læra... Síðustu dagar eru búnir að vera mjög skemmtilegir. Nóg af fiestas alla daga, óhollt fæði í óhófi og fleira skemmtilegt.. En nú verður tekið á því. Megrunin byrjaði í gær með þessu rosalega holla crispy andabringusalati með nóg af honeymustard dressingu(ekki mjög hollt en gott var það):

Þetta er hún Elva að spóka sig á ströndinni í kveðjuhittingi á ströndinni. Veit samt ekkert hver var að fara eða hvert, það voru vinir vina okkar.

Fallegu bífurnar á mér

Við kíktum í dýragarðinn fyrir nokkrum dögum því að Elva hafði barasta varla komið í almennilegan dýragarð.






Ég get hæglega mælt með dýragarðinum í barcelona. Mjög snyrtilegur, vel uppsettur, með öllum helstu dýrunum og mörgum fleiri og það besta er að hann er alveg í miðbænum.
Og svo ein af mér og Árna. Það er ekki laust við að ég sé farin að finna fyrir smá heimþrá..