Thá er dvol minni i Barcelona ad ljúka. Hér hef ég búid í 201 dag í gódu yfirlaeti. Thad hefur verid med eindaemum gaman ad fá alla sem hafa komid í heimsókn og thetta er búin ad vera aedislegur tími.
En ég er tilbúin ad koma heim thvi ég sakna allra SVO mikid!
Ég sit núna á internetkaffi í gotneska hverfinu og er ad reyna láta tímann lída hratt thvi ég get ekki klárad ad gera allt sem ég á eftir ad gera fyrr en siestan er búin(eftir 2 og 1/2 tíma). Svo fer ég útá voll um 8. Fer í loftid kl 23.05 og lendi kl 01.30 á íslenskum tíma. Árni og mamma aetla ad saekja mig. Ég get ekki bedid eftir ad sja thau!
Annars segi ég bara takk fyrir lesturinn og sjáumst!
Monday, August 25, 2008
Thursday, August 14, 2008
Surprise heimsókn
Eins og margir vita líklega þá kom Árni mér algjörlega á óvart þegar hann birtist fyrir utan dyrnar hjá mér á laugardagskvöldið. Til að vita að ég yrði nú pottþétt heima þá var hann búinn að plotta smá lygasögu ásamt katrínu. Katrín bað mig semsagt að geyma lykla af íbúðinni þeirra(hún og fannar voru í ferðalagi á ítalíu) til að láta frænku hennar fá þegar hún kæmi með kvöldflugi á laugardagskvöldið. Ég ákvað því bara að vera heima og bíða eftir kellu. Um miðnætti var ég farin að ókyrrast og var að pæla hvort að þessi frænka færi nú ekki að koma. Svo hringir Katrín og segir að frænka hennar sé fyrir utan hjá mér svo ég fer niður að opna fyrir henni og þá var það Árni! Ég var svo glöð! Var sko alveg grunlaus og gapandi þegar ég sá hann. En við áttum mjög ánægjulega daga saman og þetta stytti sko aldeilis biðina þangað til ég kem heim.
Hérna eru nokkrar myndir
Sjúskaði flotti staðurinn Oviso. Við fórum þangað að fá okkur crepes, rosalega gott.
Ég og Katrín að borða á SushiYa
Árni áður en hann byrjaði að fá klígju
Katrín og Fannar
Við með Fernando, sem var heldur betur glaður að sjá Árna
Byrjið að undirbúa ykkur andlega.
Það eru bara 11 dagar í mig.
Hérna eru nokkrar myndir
Sjúskaði flotti staðurinn Oviso. Við fórum þangað að fá okkur crepes, rosalega gott.
Ég og Katrín að borða á SushiYa
Árni áður en hann byrjaði að fá klígju
Katrín og Fannar
Við með Fernando, sem var heldur betur glaður að sjá Árna
Byrjið að undirbúa ykkur andlega.
Það eru bara 11 dagar í mig.
Monday, August 4, 2008
Og þá var eftir einn
Þá er allur gestagangur búinn og ég orðin ein eftir. Spurning hvort að það hjálpi mér eitthvað í að byrja að læra... Síðustu dagar eru búnir að vera mjög skemmtilegir. Nóg af fiestas alla daga, óhollt fæði í óhófi og fleira skemmtilegt.. En nú verður tekið á því. Megrunin byrjaði í gær með þessu rosalega holla crispy andabringusalati með nóg af honeymustard dressingu(ekki mjög hollt en gott var það):
Þetta er hún Elva að spóka sig á ströndinni í kveðjuhittingi á ströndinni. Veit samt ekkert hver var að fara eða hvert, það voru vinir vina okkar.
Fallegu bífurnar á mér
Við kíktum í dýragarðinn fyrir nokkrum dögum því að Elva hafði barasta varla komið í almennilegan dýragarð.
Ég get hæglega mælt með dýragarðinum í barcelona. Mjög snyrtilegur, vel uppsettur, með öllum helstu dýrunum og mörgum fleiri og það besta er að hann er alveg í miðbænum.
Og svo ein af mér og Árna. Það er ekki laust við að ég sé farin að finna fyrir smá heimþrá..
Þetta er hún Elva að spóka sig á ströndinni í kveðjuhittingi á ströndinni. Veit samt ekkert hver var að fara eða hvert, það voru vinir vina okkar.
Fallegu bífurnar á mér
Við kíktum í dýragarðinn fyrir nokkrum dögum því að Elva hafði barasta varla komið í almennilegan dýragarð.
Ég get hæglega mælt með dýragarðinum í barcelona. Mjög snyrtilegur, vel uppsettur, með öllum helstu dýrunum og mörgum fleiri og það besta er að hann er alveg í miðbænum.
Og svo ein af mér og Árna. Það er ekki laust við að ég sé farin að finna fyrir smá heimþrá..
Subscribe to:
Posts (Atom)