Jæja þá er kominn júní. Þetta líður svo svakalega hratt.
-Við erum flutt í gótico hverfið sem er næsta hverfi til hægri við raval(sem við vorum í). Við búum núna við stjórnarráðstorgið(Plaza Sant Jaume) sem bæði alþingishúsið og ráðhúsið eru við. Endalaus mótmæli, túristar, giftingar, skrúðgöngur og fleira einkenna þetta torg en það fylgir því bara að vera alveg í miðbænum.
-Við fluttum semsagt í herbergi í piso compartido sem þýðir einskonar sambýli. Við deilum íbúðinni með gamalli, elskulegri en pínu ruglaðri konu, tveimur karlmönnum sem búa saman í herbergi(við vitum ekki enn hvort að þeir eru vinir eða eitthvað meira), allavega einni stelpu (þær eru samt nokkrar en við erum ekki viss hverjar af þeim búa hérna), einum feitum gömlum ketti sem konan á og svo kalla könguló sem býr í góðu yfirlæti í rakanum í sturtuherberginu.
-Ég er að vinna þessa dagana við að setja upp american apparel búð sem opnar hér í barcelona eftir 3 daga. Lítur allt út fyrir að ég verði hérna í sumar og ég er alltaf að verða sáttari og sáttari við hugmyndina.
-Við árni fórum eina tónleika á Primavera sound hátíðinni á Forum um daginn með Public enemy og De la soul. Það var mjööög gaman.
-Svo buðum við Katrínu og Fannari sem eru par sem búa hérna úti í Barcelona í íslenskt lambalæri (í boði ömmu hans árna). Það heppnaðist mjög vel. Í eftirrétt buðum við svo uppá heitt slúður og íslenskt nammi, nánar tiltekið séð og heyrt, nýtt líf, bombur, lakkrís og möndlur.
-Segi þetta nóg í bili
Set inn myndir frá ferð mömmu og pabba og kannski frá tónleikunum á næstu dögum..
Tuesday, June 3, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
5 comments:
Hæ hæ - takk kærlega fyrir okkur frábært að koma til ykkar - þið eruð svo góð, falleg og skemmtileg!! Við pabbi þinn og okkar ferðafélagar erum alsæl yfir móttökunum og leiðsögninni og skemmtilegheitum - kv.mamma.
úúú það verður rosa gaman hjá þér úti í sumar :D
Alveg smá öfund í gangi hér hehe
Kveðjur frá klakanum
jei jei jei þannig ég kem til þín í sumar, spádómur íslensku spákonunnar rættist þá hhahaahahaha...
einhver íslensk spákona bauð mér einhverntíma um að hugsa um eina spurningu, ég sem var svo hissa óskaði mér bara fer ég aftur til Barcelona á þessu ári og svo lét hún mig draga eitthvað spil og á því stendur Þetta mun rætast.
Haha var sko ekkert hjá spákonu, hún bara var á einhverju konukvöldi sem ég var með kynningu á.
en já anyways.. hlakkat til að sjá þig.
kv elva
jæja árni er ekki komið að þér að blogga núna þegar sylvía er byrjuð í prófum?
ps. myndir væru einnig vel þegnar
Já einmitt, hann bloggar aldrei! ;)
Post a Comment