Thursday, June 12, 2008

Back by popular demand?

Jæja-nú-jæja.

Þá hefst ég loks á flug og stefnan er tekin á góða myndasýningu örlítið aftur í tímann og til þessa dags. Flugtími ca. 5-10 mínútur.

Ég fór heim til Íslands þann 21. apríl sem óvæntur gestur í sextugsafmæli móður minnar. Afmælið var reyndar ekki fyrr en 26. apríl þannig að ég lá lágt í fjóra daga undir Selfossi fram að afmælinu í góðu yfirlæti heima hjá Skúla bróður, Lilju og Ölmu Rún.
Þegar laugardagurinn rann upp þá fór ég til Reykjavíkur og gerði mig fínan fyrir óvæntlegheitin og beið fyrir utan veislusalinn í beinu símasambandi við Skúla. Ég átti að koma hlaupandi inní salinn þegar veislustjórinn hafði spurt hvort það vantaði ekki einn í systkinahópinn. Þegar ég fékk ábendinguna um að koma inn þá blasti þetta við mér og gestunum:













Alveg frábær veisla í alla staði og gaman að sjá alla ættingja og vini fjölskyldunnar.

Þann 5. maí fór ég svo aftur út og mamma og pabbi voru samferða mér. Þau voru hjá okkur í viku en Sylvía var búin að segja stuttlega frá því hvað við gerðum með þeim. Hérna eru nokkrar myndir í viðbót:



Leigðum Sítrónu fyrir ferðalagið..algjör hnulli.






Mjög algeng sjón þegar komið er innum fjöllin.


Komin til Andorra la Vella höfuðborgar Andorra.


Sylvía alveg ringluð hvort hún sé í miðbæ Tokyo..




Í glerhýsinu, sem við reyndar héldum að væri kirkja, er eins konar Bláa Lón Andorruverja.






Komin aftur til Spánar.


Í Sitges.

Við skelltum okkur á tónlistarhátíðina Primavera Sound hérna í Barcelona, reyndar bara eitt kvöld en náðum að sjá Public Enemy, De La Soul og smá af Portishead.




Þessir buðu okkur línu (((við þáðum ekki boðið))).


Pubic Enemy leynast þarna e-s staðar.

De La Soul komu hlaupandi inná sviðið blastandi Verbal Clap með Dilla.


Plug One/Posdnuos úr De La Soul.


Plug Two/Dave úr De La Soul.


Plug Three/Maseo úr De La Soul.


Flava Flav úr Public Enemy hafði gaman af De La Soul og dansaði m.a. við "Ring Ring Ring"


Síðasta kvöldið okkar í íbúðinni á Tallers tókum við Katrínu og Fannar í læri.






En já núna erum við flutt á Placa de Sant Jaume í Gótic hverfinu sem er eins konar stjórnarráðstorg hérna. Við erum með ráðhúsið á aðra hönd og á hina er þing Katalóníubúa...sem þýðir bara eitt fyrir okkur...MÓTMÆLI. Við erum reyndar ekkert of dugleg að taka þátt í þeim en þessu fylgir bévítans hávaði, garg og gól. Eftirfarandi myndir eru teknar af svölunum okkar:




Þetta blasti við okkur þegar við fluttum inn.


Ég að reyna að loka hurðinni og kötta á þennan hávaða.


Athyglisverðustu mótmælin hingað til..veit reyndar ekkert hverju þau mótmæltu.




Þessi voru eitthvað feimin.


Olíuverðsmótmæli?




En annars er það í fréttum að annað kvöld er ég að spila á sama klúbb og ég spilaði á hérna um páskana, City Hall, en í þetta skipti er ég að spila einn allt kvöldið...spennó.

Ooog ég kem opinberlega heim aðfaranótt 1. júlí. Óopinberlega kem ég mun seinna heim.

En jæja ég bið að heilsa í bili og hver veit nema ég skelli annari línu hérna við tækifæri þegar ekki er svona gífurlega mikið að gera hjá mér.

Árni Bragi

8 comments:

Anonymous said...

Gott hjá þér að skella línunum en ekki að taka þær.
Virðist vera spennandi þetta nýja herbergi ykkar. Ættir að skella þér í einhver mótmæli við tækifæri. Búa til skilti og svona. Hafa smá gaman

Anonymous said...

Já agalega spennandi herbergi...
En flott blogg hjá þér árni, ekki seinna vænna.

Anonymous said...

vá hvað mamma þín er lánsöm móðir að eiga þig sem son:)

ekki allir sem hefðu gert þetta, þú ert perla árni!

og svo kem ég út 18. júlí og passa sylvíuna okkar í 18 daga :)

Laufás said...

Gaman að þið eruð ekki alveg hætt að skrifa,er búin að bíða spennt að sjá nýja herbergið og torgið...
Gangi þér vel í prófunum Sylvía mín og vonandi verður gaman í vinnunni í sumar. Já Elva, ég er mjög lánsöm móðir! Hafið það gott elskurnar, mamma.

Anonymous said...

eitt af þínum bestu bloggum hingað til myndi ég segja ;)
gangi þér vel að spila í kvöld, væri mega til í að koma!

hey sylvía, hvenær ertu búin í prófum?

Anonymous said...

Takk Fríður:)
Ég er búin í prófum á mánudaginn...jibbí jibbí. Var að koma af starfsmannafundi og er að fara að kíkja á árna sem var að fara uppá city hall fyrir nokkrum mínútum..spennandi

Anonymous said...

Keep rockin' it homes.

Öfunda þig (og ykkur) að vera að fara heim aftur eftir dvöl útlendis. Eini nostalgíuskammturinn sem ég fæ hér í Japan er að drekka "íceland spring" vatn sem fæst í Doutor kaffihúsakeðjunni hér.

Rock it!

Anonymous said...

ohh sylvía þegar ég sé myndir af þér þá finn ég hvað ég sakna þín fuckings mikið!!! get ekki beðið eftir að fá að hitta þig í sumar!!!


ÍÍÍSSSSHHHK!!!!
elva