Í síðustu færslu sagði ég að ég hefði fengið vinnu hjá american apparel. Ég var spennt fyrir afslættinum og félagsskapnum en ekki svo mikið fyrir vinnutímanum og vinnunni sjálfri.
Í dag spurði svo konan sem er yfir afhverju ég hefði sagt á kynningarfundinum að ég ætlaði bara að vera út ágúst. Ég sagði að ég hefði verið búin að láta vita af því í viðtalinu sjálfu en samt hafi ég verið ráðin. Hún sagði að hún hefði ekki vitað af því og að hún vildi helst ekki ráða bara fyrir sumarið.. Þá sagði ég að það væri bara alltílagi og dreif mig heim, ánægðari en ég bjóst við. Þannig að það lítur út fyrir að bæði ég og árni komum heim í lok júní/byrjun júlí. Ég klára prófin 16 júní þannig að við höfum nokkra daga til að ferðast smá og sóla okkur áður en við komum heim.
Það er allt komið í lag með húsnæðismálin því við erum komin með herbergi á besta stað í bænum fyrir júní mánuð.
En nú þarf ég að fara á bókasafnið.
P.s. Takk fyrir komuna mamma og pabbi, það var rosa gaman að fá ykkur:*
BÆTT VIÐ SEINNA UM DAGINN:
Konan hjá american apparel hringdi aftur og sagðist vilja gefa þessu séns. Vildi sjá hvort að ég myndi ekki bara verða ástfangin af barcelona og ákveða að setjast að hér um óákveðinn tíma. Kannski fékk hún bara samviskubit... ég veit það ekki.
Ég veit ekki heldur hvað ég á að gera? Ætti ég að fara heim og vera þar í sumar og fara svo í háskólann í haust eða vera hérna úti í sumar og segja svo bara upp vinnunni í lok ágúst til að koma heim til að fara í skólann 1. sept...
Help me please!!
Tuesday, May 27, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
Úff það er aldeilis...
Ég vil byrja á að taka það fram að þú átt augljóslega að gera það sem þú vilt sjálf.
Annars var ég orðin dáldið spennt fyrir hugmyndinni að koma til þín í byrjun júlí og leigja með þér þetta vel staðsetta herbergi(því ég verð orðin svo rík þá) og eyða restinni af sumrinu með þér í hitanum og sólinni í barcelona.
Án þess að vera að bæta áhyggjum á þig þá ertu heldur ekki með neina vinnu hér heima (þó ég viti um lausa stöðu á grund hehe) plús það er erfitt að æfa spænskuna hér heima.
En mér heyrist samt á þér eins og þig langi meira til þess að koma heim til íslands í rigninguna og rokið, ég skil það smá...held ég.
jæja sylvía mín ég ætla ekki að hafa þetta lengra, vona að þetta hafi ekki ruglað þig ennþá meira!
þín systir,
svala lind
æji góða besta vertu úti !
Já þetta er mindtwister í gangi.
ég veit ekki hvað ég á að segja, auðvitað langar mig fá þig heim og getað hitt þig hvenær sem er en ef þú verður úti þá kem ég til þín sem mér finnst líka gaman.
þú verður bara að ákveða hvort þig langi til að vinna þarna og vera áfram eða koma heim, held samt að það eigi að vera gott sumar hérna heima hvað veðurfar varðar.
eeeeen þú verður að brjóta heilann og spá í þessu..
annars þá bara segi ég happy thinking girl!
Love you!
elva rut
Post a Comment