Thursday, May 22, 2008

busta rhymes tónleikar

Jæja nú er loksins eitthvað að frétta af okkur. Ég er að hugsa um að vera eftir hérna í bcn þegar árni fer heim um 30. júní. Ég er búin að fá vinnu hjá American Apparel sem er bandarísk fatakeðja sem er að opna sína fyrstu verslun á spáni hér í barcelona 6. júní. Ég verð reyndar í prófum frá 11.-16. júní og ég lét þau vita það í viðtalinu, þannig það kom mér á óvart að hafa verið ráðin.

Núna erum við árni á fullu að leita að herbergi til að vera í síðasta mánuðinn því við ætlum að sleppa þessari brjálæðislega dýru íbúð. Við vorum að fara að skoða eitt herbergi núna eftir hálftíma en rétt í þessu var konan að hringja og segja að það hefði stelpa verið að skoða og að hún hefði tekið herbergið fúlt...
En við verðum bara að vona að það reddist...annars verðum við að vera á hosteli þangað til við finnum eitthvað...

Mamma og pabbi eru að koma á morgun ásamt vinafólki sínu. Ég er mikið farin að hlakka til að hitta þau, það verður gaman að eyða helginni með þeim.

Nokkrar myndir frá síðustu dögum:
Strákarnir í körfu í Barceloneta hverfinu
Photobucket

Cristian og Fernando
Photobucket

Árni sæti
Photobucket

Við árni fórum á Busta Rhymes tónleika (ásamt DJ Scratch og Spliff Star) fyrir nokkrum dögum en það var voðalega erfitt að ná góðum myndum:
Photobucket
Photobucket
Photobucket
Busta klikkar ekki, þó hann hafi reyndar verið með ca hálftíma langa promotion ræðu um nýju plötuna sína í endann á tónleikunum hehe. Hann var að tala um allar stórstjörnurnar sem ættu þátt í gerð plötunnar en mér og árna fannst nú ekki mikið til þeirra koma. Hann nefndi t.d. Akon, Nicole(úr pussycatdolls) og linkin park...úff. En hann nefni líka nokkra sem við vorum aðeins sáttari við eins og common, mary j. blige og ludacris.

Eftir tónleikana fórum við á flamingos og hittum strákana og eina *kemur-á-óvart* sænska stelpu. (það er svo mikið af svíum í barcelona að það hálfa væri hellingur).
Photobucket
Photobucket

Við árni erum orðin alveg viðþolslaus okkur langar svo mikið í hund. Barcelona er algjör hundaborg en við viljum auðvitað ekki kaupa hund hérþví þá þyrftum við að setja hann í einangrun á íslandi, plús það að við höfum engan stað til að hafa hann á íslandi hehe
Þessi er ofarlega á óskalistanum:
Photobucket

Farin að hringja í aðra manneskju sem var að svara auglýsingunni okkar

5 comments:

Anonymous said...

Skemmtilegar og sumarlegar myndir!
Mig langar mest að stela flugmiðanum hjá mömmu eða pabba og fara í staðinn!
Heyrumst

ps. Ísland komst áfram í eurovision, veit þið eruð miklir aðdáendur

Anonymous said...

Var Árni að dæma körfuboltaleikinn? :)

-gvari

Sylvía og Árni said...

Hehehe nei reyndar ekki. Ég tók bara þessa einu mynd(því svo fór ég sjálf að spila) og það vildi svo óheppilega til að árni var að sækja eitthvað í töskunni sinni. Árni var langt frá því að vera dómari, hann rúllaði leiknum upp, var langbestur:)

Anonymous said...

Vonandi fáið þið íbúð sem fyrst :)
Bið að heilsa mömmu þinni og pabba Sylvía :)
Kveðja Dagrún

mattib said...

Hæ hæ já ég er kominn heim .. :) var í mexico um 1 viku það var gott að komast aðeins aftur til Latin america :)

Hvað segist annars , kemurðu eitthvað í sumar til isl ?