Þessi sunnudagur er búinn að vera eins og týpískur sunnudagur að öllu leyti nema hvað að ég og Árni elduðum læri. Jább, við erum orðin fullorðin. Mamma sendi okkur nefnilega páskalærið með svölu og meirasegja grænar bönner og toro sósu hehe. Eldamennskan tókst bara með eindæmum vel miðað við first time. Reyndar þurftum við að henda fyrstu tilraun af karamellunni fyrir kartöflurnar og byrja aftur en það hafðist í seinna skiptið.
Á morgun fer svo Svala heim til íslands aftur en það er búið að vera mjög gaman að hafa hana þó ég sé reyndar komin doldið á eftir í lærdómnum...
En ég óska ykkur annars bara gleðilegra páska og hérna koma nokkrar myndir
Árni að gera eitthvað annað en elda
Lærið í ofninum, þetta skrýtna op er útaf óþolinmæði minni(þurfti að athuga hvernig staðan væri)
Taka 2. Til hliðar má sjá misheppaða gumsið
Stundum verður maður bara að nota það sem er til, Það var til dæmis hvorki til lítil ausa né sósuskál, þannig að við höfðum sósuna bara í morgunmatsskál með venjulegri matskeið. Engin rauðvínglös eru heldur í íbúðinni. Heldur ekki dósaopnari þannig að við notuðum hníf til að geta fengið okkur grænar.
Feliz pascua! (þó þeir segi það nú reyndar ekki hérna á Spáni því að páskarnir eru ekki tími til að gleðjast heldur til að minnast Jesú og gjörða hans)
Sunday, March 23, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
7 comments:
Gleðilega páska!! Vá mér sýnist á myndunum að þetta hafi bara tekist vel hjá ykkur, þrátt fyrir smá áhaldaskort, kveðja mamma.
Hvort ertu mamma hans árna eða mamma mín? Hehe nei ég er bara að djóka, ég veit að þetta ert þú mamma mín:) kv. afkvæmi þitt
Takk innilega fyrir okkur Hilda mín! Vel til fundið með eindæmum :)
kv
Árni Bragi
hahaha afkvæmi þitt... en já það er nú gott að það komst páskagleðibragur frá íslandi til ykkar.. ég eyddi páskunum fyrir norðan á króknum og það var sko djammað feitt á fös og lau og það voru bókstaflega allir að djamma.. hitti allt gamla liðið og skemmti mér konunglega..
Vantaði bara sylvíu..
komum heim í gær (páskadag) og í mat til ellu systur mömmu og núna er ég og höddi á leiðinni til ömmu hans í annan í páskum boð og í kvöld til bróður hans..
þetta er búið að vera stíft prógramm.. bara eins og um jólin hehe..
En ég bið að heilsa ykkur öllum í bili..
hlakka til að sjá þig um næstu helgi :)
Gleðilega páska dúllurnar mínar! Við borðuðum einmitt svona páskalamb eins og þið í gær nema það var ekki svona flott hola í okkar;) Já það er mikill áfangi að elda læri í fyrsta sinn og mikill sigur ef vel tekst til eins og það augljóslega gerði hjá ykkur. Núna er maður bara að fara yfir skemmtilegar ritgerðir og verkefni (hendi þessum leiðinlegu að sjálfsögðu) og nýt þess að vera í fríi fram á miðvikudag, lúxuslíf.
Ástar- og saknaðarkveðjur,
Heiðrún himinhá
Nohhh, það er ekkert annað. Til hamingju með að vera orðin fullorðin :)
kveðja,
Sigrún
Takk fyrir að vera svona dugleg að kommenta people... það gerir það skemmtilegra að blogga.
Og já þetta var heilmikill sigur og það er bara alls ekki svo slæmt að vera orðin fullorðin
Post a Comment