Tíminn flýgur áfram hérna í Barcelona. Nú eru liðnir 50 dagar síðan við fórum út og það þýðir að við erum búin með 27,8% af dvölinni okkar hérna(ekki að við séum að telja niður dagana hehe).
Á laugardaginn gerðum ég, Árni og Gunni okkur glaðan dag og fórum á ströndina. Veðrið var mjög gott, kannski svona 18-20 gráður þegar það var heitast og skínandi mikil sól. Það þykir mér mjög gott miðað við febrúar hérna nyrst á Spáni. Þó ekki nógu gott til að fara í sjóinn þó að nokkrar hetjur hafi látið sig hafa það(ekki við samt).
Hérna koma allavega nokkrar myndir af þessu ævintýri okkar á PizzaHut-ströndinni aka Malibu ströndinni aka Nova Icária ströndinni.
Árni frekar sáttur
Um að gera að láta skína aðeins á kálfana
Á leiðinni heim
Þessi er að selja töskur við ströndina, takið sérstaklega eftir bandinu sem hann heldur í, það er til að geta kippt öllu upp í einu þegar einhver félagi gefur merki um að löggan sé að koma (jájá það hafa örugglega allir sem hafa séð svona, okkur finnst þetta bara svo töff)
Árni pólverji og Silla túristi
Sjáiði hver leynist í glerinu á gleraugunum
Stensill af hundi að hömpa R2D2
Þegar við vorum alveg að koma heim skall á þessi líka rosalega þoka. Það varð skítkalt og okkur til mikillar undrunar gátum við andað þannig að það kom reykur svona eins og í frosti
Svo er hún Elva á leiðinni í heimsókn til okkar. Hún er einhversstaðar yfir Atlantshafinu núna en ég ætla að fara að sækja hana uppá flugvöll kl 11 í kvöld og þá verður sko haldið beint á klúbbana og djammað fram á rauða nótt! Neinei smá grín mamma mín. Ég fer í skólann á morgun en við ætlum samt að kíkja út í kvöld;)
Ciao for now
Monday, February 25, 2008
Friday, February 22, 2008
Park Güell
Jææja ég held það sé komið að mér að segja frá hvað er að gerast hérna hjá okkur. Það er búið að kólna svolítið síðustu daga, ekki alveg þetta sólstrandaveður sem við vorum orðin vön. Rigndi síðustu 2 daga en annars er eiginlega bara búið að vera sól alla daga þó að það sé ekki alltaf heitt. En í dag var aftur komin sól og 16 stiga hiti þannig að við erum bara sátt.
Hérna lýkur veðurfréttafærslunni sem íslendingar eru eflaust svo spenntir yfir.
Í dag fórum ég og Árni að túristast. Eins og við höfum sagt áður þá erum við varla búin að fara út fyrir gamla bæinn sem eru 3 hverfi (Raval,Gótico, Borne) en í dag datt mér í hug að fara að skoða Gaudi garðinn Park Guell.
Hérna koma nokkrar myndir
Þetta þarf maður að klífa til að komast í garðinn(allavega til að komast þangað að öðrumegin)
En það er alltílagi því svo tóku við fullt af rúllustigum upp restina að hæðinni
Fjallið Tibidabo í fjarska
Við æðislega sæt með grettur í sólinni
Töff hús, fjarskalega flott
Árni á toppnum á hæðinni
Rosa flottar súlur
Uppáhaldið mitt, Gaudí salamandran. Einu sinni átti ég salamöndru sem hét Snati en hún vildi ekki borða neitt þannig að hún dó.
Annars er allt gott að frétta. Skólinn gengur ágætlega, svolítið erfitt að skilja kennara sem tala á ljóshraða í staðinn fyrir að tala spænsku hægt með íslenskum hreim eins og á íslandi.
Elva Rut ein besta vinkona mín er að koma á mánudaginn og vera hjá okkur í viku. Ég hlakka mikið til og ætla að reyna að sýna henni og skemmta henni eins mikið og ég get. Ég efast ekki um að það verði mikið fjör hjá okkur eins og oftast þegar við hittumst
En ég ætla ekki að hafa þetta lengra núna
Hasta pronto
-Sylvía
Og já ég gleymdi að segja að ég var bitin af mosquito.. Í ANDLITIÐ! Hefur einhver lent í því... Það hefur allavega aldrei komið fyrir mig og ég hef verið étin útum allt af mosquito(þegar ég var í argentínu) en aldrei í andlitið!
Og nei, þetta er ekki bara bóla hehe. Þetta er bólgið og rautt í kring og mig klæjar í þetta, og þetta er bara alveg eins og mosquito bit... frekar böggandi ef þessar spænsku ætla að fara að éta á mér andlitið líka, þá verð ég að sofa með sængina yfir höfuð...
Hérna lýkur veðurfréttafærslunni sem íslendingar eru eflaust svo spenntir yfir.
Í dag fórum ég og Árni að túristast. Eins og við höfum sagt áður þá erum við varla búin að fara út fyrir gamla bæinn sem eru 3 hverfi (Raval,Gótico, Borne) en í dag datt mér í hug að fara að skoða Gaudi garðinn Park Guell.
Hérna koma nokkrar myndir
Þetta þarf maður að klífa til að komast í garðinn(allavega til að komast þangað að öðrumegin)
En það er alltílagi því svo tóku við fullt af rúllustigum upp restina að hæðinni
Fjallið Tibidabo í fjarska
Við æðislega sæt með grettur í sólinni
Töff hús, fjarskalega flott
Árni á toppnum á hæðinni
Rosa flottar súlur
Uppáhaldið mitt, Gaudí salamandran. Einu sinni átti ég salamöndru sem hét Snati en hún vildi ekki borða neitt þannig að hún dó.
Annars er allt gott að frétta. Skólinn gengur ágætlega, svolítið erfitt að skilja kennara sem tala á ljóshraða í staðinn fyrir að tala spænsku hægt með íslenskum hreim eins og á íslandi.
Elva Rut ein besta vinkona mín er að koma á mánudaginn og vera hjá okkur í viku. Ég hlakka mikið til og ætla að reyna að sýna henni og skemmta henni eins mikið og ég get. Ég efast ekki um að það verði mikið fjör hjá okkur eins og oftast þegar við hittumst
En ég ætla ekki að hafa þetta lengra núna
Hasta pronto
-Sylvía
Og já ég gleymdi að segja að ég var bitin af mosquito.. Í ANDLITIÐ! Hefur einhver lent í því... Það hefur allavega aldrei komið fyrir mig og ég hef verið étin útum allt af mosquito(þegar ég var í argentínu) en aldrei í andlitið!
Og nei, þetta er ekki bara bóla hehe. Þetta er bólgið og rautt í kring og mig klæjar í þetta, og þetta er bara alveg eins og mosquito bit... frekar böggandi ef þessar spænsku ætla að fara að éta á mér andlitið líka, þá verð ég að sofa með sængina yfir höfuð...
Tuesday, February 19, 2008
Einu skrefi frá íbúð
Við erum komin með íbúð en eigum eftir að hitta leigjandann aftur til að borga honum deposit og fá lykla. Fórum á sunnudaginn að skoða hana og spjalla við leigjandann. Okkur leist strax vel á íbúðina en við ætlum að leigja hana ásamt Gunna og Siggu, vina okkar hérna úti. Íbúðin er með tveimur góðum svefnherbergjum, stóru anddyri, fínu eldhúsi, klósetti og stofu. Það er meira að segja nokkurs konar sólstofa útfrá stofunni og einu herberginu..sweet stuff! Við verðum með þessa íbúð þangað til við förum heim, hvenær sem það verður, en allavega í 4 mánuði. Það besta við þessa íbúð er hins vegar að hún er á Carrer dels Tallers, mjög fínni verslunargötu útfrá Römblunni í norður Raval, en íbúðin er bara alveg við háskólann hennar Sylvíu.
Fórum eftir íbúðarskoðun á stórfína tónleika Little Brother (rappdúó) á Sala Apolo. Ótrúlega góð lög sem þeir tóku og frábært "crowd-interaction" hjá þeim, mjög gaman.
Big Pooh, Phonte, DJ Flash og Darien Brockington (left->right)
Árni Brax
Fórum eftir íbúðarskoðun á stórfína tónleika Little Brother (rappdúó) á Sala Apolo. Ótrúlega góð lög sem þeir tóku og frábært "crowd-interaction" hjá þeim, mjög gaman.
Big Pooh, Phonte, DJ Flash og Darien Brockington (left->right)
Árni Brax
Friday, February 15, 2008
Myndakokteill
Nokkrar random myndir sem við höfum tekið síðustu vikuna circa..Bon appetit!
Smá Carnival fyrir utan dyrnar hjá okkur. Besti búningurinn að mínu mati
Salsakennsla in full effect! Greinilega mjög óvænt spor tekin
Buðum Gunna í Doritos kjúllarétt á Valentínusardaginn (í gær)
Eftirrétturinn í boði Carrefour (borguðum samt fyrir hann)
Sólsetrið klikkar víst ekki þessa dagana
Earny
Smá Carnival fyrir utan dyrnar hjá okkur. Besti búningurinn að mínu mati
Salsakennsla in full effect! Greinilega mjög óvænt spor tekin
Buðum Gunna í Doritos kjúllarétt á Valentínusardaginn (í gær)
Eftirrétturinn í boði Carrefour (borguðum samt fyrir hann)
Sólsetrið klikkar víst ekki þessa dagana
Earny
Monday, February 11, 2008
Mozart by popular demand
Jæja þá, hérna koma nokkrar myndir af senjor Mozart og plötuhillunni hans.
Árni
Árni
Sunday, February 10, 2008
Sitges 5. feb og tónleikar 9. feb.
Hérna koma nokkrar myndir frá sitgesferðinni
Áður en við héldum af stað
Í lestinni
Komin til Sitges
Skrúðgangan endalausa
Nördavagninn
Það voru aðallega karlmenn sem vildi voru í þessum búning
Skutlurnar í sitges
Þessi var sætur
Og þetta er bara brot af þeim vögnum sem voru í skrúðgöngunni
Þetta eru svo nokkrar myndir frá tónleikum Smiff-n-Wessun sem við fórum á í gær. Við vorum reyndar of sein til að sjá frank-n-dank því að við erum algjörir aular. Við vissum að húsið myndi opna kl 21 en við vorum ekkert að flýta okkur því að við héldum að þeir myndu ekkert byrja að spila strax. Svo mættum við uppúr 22 og þá var fyrra atriðið(semsagt frank-n-dank) bara búið og Tek n Steele(Smiff n Wessun) að stíga á svið. En þeir voru samt mjög skemmtilegir og við árni erum mjög ánægð með að geta farið á hiphop tónleika hérna í Bcn því við vorum ekki búin að búast við miklu í þeim efnum.
Hérna er svo lítið myndband frá tónleikunum http://www.youtube.com/watch?v=YafY7RY2hN4
Svo fengum við okkur þennan helv. fína hádegismat daginn eftir.
Sá sem getur giskað á allt sem er á disknum er bestur... hinir eru fúlegg
Áður en við héldum af stað
Í lestinni
Komin til Sitges
Skrúðgangan endalausa
Nördavagninn
Það voru aðallega karlmenn sem vildi voru í þessum búning
Skutlurnar í sitges
Þessi var sætur
Og þetta er bara brot af þeim vögnum sem voru í skrúðgöngunni
Þetta eru svo nokkrar myndir frá tónleikum Smiff-n-Wessun sem við fórum á í gær. Við vorum reyndar of sein til að sjá frank-n-dank því að við erum algjörir aular. Við vissum að húsið myndi opna kl 21 en við vorum ekkert að flýta okkur því að við héldum að þeir myndu ekkert byrja að spila strax. Svo mættum við uppúr 22 og þá var fyrra atriðið(semsagt frank-n-dank) bara búið og Tek n Steele(Smiff n Wessun) að stíga á svið. En þeir voru samt mjög skemmtilegir og við árni erum mjög ánægð með að geta farið á hiphop tónleika hérna í Bcn því við vorum ekki búin að búast við miklu í þeim efnum.
Hérna er svo lítið myndband frá tónleikunum http://www.youtube.com/watch?v=YafY7RY2hN4
Svo fengum við okkur þennan helv. fína hádegismat daginn eftir.
Sá sem getur giskað á allt sem er á disknum er bestur... hinir eru fúlegg
Subscribe to:
Posts (Atom)