Ég (Árni) fór í smá göngutúr áðan upp alla götuna okkar, Carrer Nou de la Rambla, og endaði nokkurn veginn uppá Montjuic en þar er ansi skemmtilegt svæði sem er með útsýnispalli yfir mestalla Barcelona. Ég vissi ekki af þessari staðreynd en ég var sem betur fer vopnaður 5.8-23.2mm Canon þannig að ég skaut og skaut og er því núna eftirlýstur maður...haha?
Hérna er gatan okkar horft niður að Römblunni..er reyndar kominn aðeins frá íbúðinni okkar og er eiginlega við portkonugötuna þegar myndin er tekin.
Þarna er ég kominn að enda götunnar, aðeins uppí hæðina (gatan nær mun lengra en trén gefa til kynna)
Sagrada Família í fjarska
..og aðeins lengra til hægri
Þarna hefur einhver komið sér vel fyrir á þakinu..Tibidabo í bakrunni
Kólumbus bendir á eitthvað awesome
Svo var það bara spagettí&hakk þegar heim var komið!!
Thursday, January 17, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
5 comments:
Ég fæ víst ekki að sjá neinar myndir, kannski virkar þetta ekki fyrir Mac-ann... En vonandi hafið þið það mjög gott. Við fjölskyldan erum á leiðinni til Barcelona í júlí, en þið verðið nú líklegast farin þá eða hvað?
æi það er svo leiðinlegt að myndirnar sjáist ekki.. :( var sylvía búin að segja þér frá draumnum sem mig dreymdi um ykkur.. haha
Helga: frábært að heyra, það er aldrei að vita nema við verðum ennþá hérna úti í júlí! já þessar myndir eru e-ð að stríða okkur, virðist vera dagamunur á hvort þær birtist á blogginu eða ekki..
Elva: já hún sagði mér frá draumnum, mjög fyndið ..ég vona að ég endist aðeins lengur hérna úti :D
Rosalega er þetta skrýtið með þessar myndir, sumir sjá þær og sumir ekki, bæði ég og árni sjáum þær allar... En í næstu færslu ætlum við að prófa að nota aðra myndasíðu til að uploada myndunum... sjáum hvernig það virkar.
jammsa..
Post a Comment