Í dag ákvað ég að setja fótinn niður og sagði við Árna að við yrðum að fara á eitthvað safn. Það gekk ekki betur en svo að vorum komin yfir í Born hverfið og þá áttaði ég mig á að flest söfn eru lokuð á mánudögum... vel gert. En við dóum ekki ráðalaus og ákváðum að kíkja á Parc de la Ciutadella reyndist vera mjög flottur garður og örugglega góður staður til að chilla á í sumar. Það var rosalega gott veður, sérstaklega þarna í garðinum, heiðskírt og örugglega hátt í 20 stiga hiti.
Gosbrunnur hannaður af Antoni Gaudí og Josep Fontseré (reyndar verið að gera hann upp)
Ég var alltaf að spyrja Árna hvort ég ætti að taka við að róa en hann vildi endilega gera það...
Ég í sólbaði, Árni í gríninu
Arc de Triomf rétt hjá Parc Ciutadella
Svo eftir garðinn ákváðum við að skoða kirkjuna Santa María del Mar í Born hverfinu.
Þekkiði þennan...?
Þetta er mamma hans
Grafreitur í kirkjugólfinu
Og ekki nóg með það, þegar við vorum búin að skoða Santa María del Mar skoðuðum við La Catedral
Confesionario
Svo skellti ég einni mynd af mér hérna með nýju heyrnartólin sem árni gaf mér í afmælisgjöf:)
Hasta luego
Monday, January 28, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
13 comments:
Hæ sætu, ég var að lesa allt bloggið ykkar. Já ég er svona rispu manneskja! Þið eruð æði!
"Þekkiði þennann? ... Þetta er mamma hans"
=klassísk Sylvíu pæling. Þú ert yndi.
Hlakka til að lesa meira, hafið það gott!
Love,
Brynja
Heyy þú. Já talandi um blogg, hvað var um þitt?!? það er alveg steindautt.. Ég skil það svosem þar sem þú hefur alltof mikið að gera:)
But I got nuff luv for you anyway...
Vá hvað hárið á þér er flott og þú sæt og þið æði. Meiriháttar flottar myndir!
Og ég hló líka að þessu týpíska sylvíumómenti hérna að ofan..hehehe
Hola, ég næ þér svo sjaldan á msn þannig að vildi bara segja þér að þið stoppið á Ciutadella - Vila Olimpica, þurfið að labba smá spöl í áttina að sjónum þú mannst örugglega nokkurn veginn leiðina.
(ef þú labbar framhjá mjög stóru og skrýtnu listaverki og háhýsi með speglagluggum ertu á réttri leið).
En hvað heitir síðan sem þið checkið á f. tónleika?
Hérna
Ok vila olimpica... já ég man leiðina sem maður labbar gracias
Hvað gerði gaurinn af sér til að verðskulda að vera hengdur upp á kross? Þessar rómönsku mæður eru svo strangar :S
gaman að sjá hvað þið eruð kúltúr sinnuð. Eins gott að nýta tímann vel á svona stað þar sem menningin er út um allt. Verðið svo að fara til Montserrat.
Þorgils
Fann soldið sniðugt. Ef fólk er að spyrja um gistingu þá gæti þetta verið sniðugt http://www.inside-bcn.com/ T.d. hægt að fá 4 manna íbúð fyrir 115€ nóttina sem gerir 2800 kall á mann og öll aðstaða.
Hey kúl, frábært að vita af þessu! Það ætti að nýtast þegar flóðbylgjan af fólki kemur í heimsókn ;)
En er Montserrat hérna rétt hjá eða?
40 km frá Bcn lest fer á 2 tíma fresti frá Pl. Espanya stöðinni frá 9.11. Einnig hægt að fara með rútu. http://www.donquijote.org/barcelona/city2.asp
Hey, frábært. Nú sé ég aldeilis allar myndirnar. Gaman að fylgjast með ykkur. Vonandi sjáumst við í júlí.
Já, það væri gaman Helga, það er stefnan hjá mér að vera svo lengi þangað til annað kemur í ljós (gjaldþrot?)!
Massíft fínt blogg hjá ykkur skötuhjúunum, var að detta inn á það fyrst núna.
Hef ekkert meira að segja.
Stuðkveðjur!
Post a Comment