Ég ætla að segja ykkur frá staðnum sem við fórum á í gær. Fernando var búinn að spyrja okkur hvort við vildum hitta hann áður en við færum á vintage dress ball á fellini’s og við ákváðum að hittast á sant jaume torginu. Við biðum og biðum og svo loksins kom kauði og sagði að við værum að fara á stað í borne hverfinu. Við löbbuðum þangað og Fernando fór að segja okkur frá staðnum. Hann sagði að það væri frír bjór og að þetta væri svona eiginlega eins og í heimahúsi, að maður þyrfti að hringja einhverri bjöllu til að komast inn. Við árni vorum nú ekki alveg keypt, okkur fannst frekar skrýtið að staður þar sem bjórinn er gefins og kostar ekkert inn geti gengið. Svo þegar við vorum alveg að koma, þá sagði hann að það þyrfti að sýna DNI(identity card) eða passport. Við innganginn á staðnum var dyravörður, hann hleypti okkur áfram inn og þá fórum við upp stiga og svo dingluðum við. Allt frekar dubious. Við ákváðum að reyna að komast inn þó við værum ekki með vegabréfin en afgreiðslustelpan vildi ekki sjá debetkortin okkar og sagði að við þyrftum passport. SPES. Þannig að við löbbuðum alla leið heim til að ná í helvítis passportin og svo þegar við komum tilbaka fengum við að koma inn, eftir að hafa fyllt út skráningarpappíra og sýnt vegabréfin. Ég hugsaði að þessi staður hlyti að vera góður miðað við allt umstangið sem þarf til að komast inn. Og hann var það. Frír bjór eins og maður vildi, meirasegja Tiger, sem er í uppáhaldi hjá árna. Einhver hönnuður útí horni að búa til föt, gasalega arty, voða flottar uppstillingar allar rauðar, hvítar og svartar, skjávarpar á öllum veggjum að sýna allskonar töffstöff, DJ að spila svala tóna, svo var nintendo wee uppá einhverskonar sviði, já svo var sushi í boði, tvær stúlkur löbbuðu með bakka með allskonar sushi milli fólksins. Og síðast en ekki síst voru tvær vélar þarna til að búa til sín eigin barmmerki. Heldur betur töff. Og ef þið eruð að velta fyrir ykkur hvernig þetta getur allt verið ókeypis... þá er svarið
Jebb. Þetta er víst í boði lucky strike. Svo er allavega sagt. Barinn heitir Lucky Strike Bar og þemað var í lucky strike litunum. Lucky strike stólar og veggmyndir. Lucky strike sjálfsalar og meira að segja vél sem sagði manni the history of lucky strike.
Og hvorki ég né Árni reykjum þannig að ég segi bara “in your face” við reykingamenn því að við erum að velta okkur í gróðanum sem kemur frá ykkur...ef þið reykið lucky strike.
Við vorum ekki með myndavél en við erum að fara þangað aftur í kvöld...
Hérna er samt mynd af barmmerkjunum sem við gerðum.
Thursday, January 17, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Skemmtilegt! Nú fáið þið alls kyns kynningarbæklinga um kosti reykinga á heimili ykkar um ókomna framtíð!
Jibbí!
haha vá spes pleis.... góð tilfinning að njóta góðs af því að sumir eru það vitlausir að reykja.. muhahahaha
Post a Comment