Saturday, January 19, 2008

Random myndir

Kominn tími á nýja færslu. Leiðinlegt að myndirnar sjáist bara stundum og stundum ekki. Ég ætla að prófa að nota photobucket til að geyma myndirnar og sjá hvort það er betra. Þær eru reyndar svolítið stórar en það verður bara að hafa það.

Annars er allt gott að frétta af okkur. Við erum búin að vera dugleg að labba um og skoða en það er líka endalaust mikið af hlutum til að skoða hérna í Barcelona. Höfum reyndar ekki mikið farið út fyrir gamla bæinn enda er hann svo flottur að maður þarf ekkert að sjá neitt meira. Nei ég segi það nú kannski ekki alveg. En brátt fer chillið að enda því að á mánudaginn byrja ég(Sylvía) á katalónskunámskeiði sem er frítt fyrir háskólanema. Ég ætla allavega að prófa og sjá hvernig það er en ef það verður bara ruglandi að bæta því við spænskuna þá ætla ég bara að hætta á því.

Eins og þið sjáið eflaust í fréttunum á Íslandi þá var verið að handtaka 12 pakistana og 2 indverja grunaða um tengsl við hryðjuverkasamtök. Frekar scary stuff. Við húsleit hjá þeim fundust víst efni og tæki til sprengjugerðar. Við erum samt róleg yfir þessu öllusaman, allavega í bili.

Hérna koma svo nokkrar myndir

Þessi var tekin á miðri gangbraut á Passeig de Grácia
Photobucket

Kisa að hlýja sér
Photobucket

Gasalega rómó gata í Raval
Photobucket

Wrong way
Photobucket

Hress á röltinu
Photobucket

Árni er listamaður með myndavélina
Photobucket

Töff
Photobucket

Endilega kommentið um hvort þið getið séð myndinar eða ekki

Kv.
Sylvía

9 comments:

Anonymous said...

Við sjáum myndirnar. Ég hef reyndar alltaf séð þær nema þegar ég var í mac tölvu. Frekar skrýtið.

Haldið áfram að vera dugleg að blogga!

55 dagar í mig,

kveðja svala

Anonymous said...

Ég sé myndirnar og þær eru æði!
En hey Silla ég verð að tala við þig, er best að senda þér bara meil eða hvernig er það? Ertu með skype?
Lovelove!

Anonymous said...

Gott að þið sjáið þær. Elísa ég er búin að svara mailinum. Og já ég er með skype: sylvia.lind1

55 dagar, það er ekki neitt;)

Anonymous said...

ps. þetta rosalega rare dilla biggie lag ykkar er komið á youtube!!! reyndar önnur útgáfa

Fjóla said...

flottar myndir.. en hvad tetta hljomar allt vel :) gott ad tid hafid tad gott i barce.. vertu dugleg ad blogga..

Unknown said...

Ég sé, ég sé !!! Hef alltaf séð !

Anonymous said...

Jámm, við ætlum að reyna að vera dugleg að leyfa fólki að fylgjast með . Ég ætla að bæta við link á bloggið þitt

Anonymous said...

Það gleður hjarta mitt Björn Ingi

Anonymous said...

já ég sé myndirnar veiiii.. 55 dagar í svölu en ekki nema 35 held ég í mig híhíh.. já ég heyrði þetta í fréttunum með hryðjuverkagaurana .. fékk pínu shokk fyrir hjartað en róaðist fljótt aftur..