Jæja þá. Við Sylvía vorum einmitt að tala um það í fyrradag hvað okkur fyndist við vera búin að vera hérna lengi en ég er viss um að ef við hefðum verið hérna í tveggja vikna fríi að þá hefðum við hugsað hvað tíminn væri búinn að fljúga hratt..heyrist ekki örugglega að ég er með BA í sálfræði?
En að öðrum málum. Ýmislegt hefur á daga okkar drifið innan veggja þessarar íbúðar síðustu daga. Þannig eru mál með kexi að klósettið okkar er ekki búið að taka vatn inná sig þannig að við höfum þurft að skola fíneríinu niður með vatni úr fötu. Eeeen í dag fiktaði Sylvía pípari aðeins í sturtara-takkanum og viti menn..vatn fór að flæða inn. JEI!! 1-0
Annað sem hefur verið að angra okkur hérna er að það er sífellt sífreri í íbúðinni. Gasofninn í stofunni ákvað að hætta að virka en hann virkaði bara fyrsta daginn. Eigendurnir vilja ekki kannast við vandamálið. 1-1
Þegar við komum heim áðan úr búðinni og ætluðum að byrja að elda þá hrópar Sylvía á mig úr svefnherberginu um að koma strax..allt var rennblautt því loftið var farið að leka. Við sáum gífurlega sprungu sem hafði opnast og vatn var að reyna að brjóta sér leið á öðrum stöðum. Við moppuðum þetta vel og komum þremur fötum fyrir til að ná sem mestu. Nágrannar okkar á efri hæðinni sögðu að þeir hefðu verið að færa sturtuna sína en við heyrðum svo í þeim vera að fikta e-ð í rörunum hjá sér og loks hætti að leka þannig að við gátum borðað kjúllann í ró og næði. 2-1
Megnið af þessum sprungum eru gamlar..
Til að toppa þetta allt saman þá er helv..kötturinn kominn á lóðarí. Fjárfestum í eyrnatöppum þannig að hún breimar bara frameftir morgni okkar vegna. 2-2
Annars er lítið að frétta af okkur nema að ég er kominn með kort í gymmi hérna hinum meginn á Römblunni. Ágætis gym með gufu og sundlaug á efstu hæð, JÍHAAA!
Svo koma nokkrar auka myndir af götunni okkar og myndir teknar af þakinu.
Þeir voru að klára að gera við Gaudí húsið í götunni okkar!
Sylvía að kroppa naglalakk..
..og tvær svona úr heimilishaldinu
Hasta luego
Wednesday, January 23, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
13 comments:
garg shitt.. ég sá fyrir mér atriði úr bíómynd þegar ég las þetta...
og hahahah með köttinn.. kannast mjög vel við þetta vandamál.. mín er einmitt að þessu núna þessa dagana og þessi mynd af kisunni "ykkar" er alveg nákvæmlega eins og kleó lætur og ég sprakk úr hlátri þegar ég sá myndina.. haha..
annars hlakka ég ýkt mikið til að koma til ykkar...
ææææ bara allt í fokki hjá ykkur?
Svona er þessi gömlu hús,alltaf eitthað vesen!
Eruði búin að plana eikkað skemmtilegt um helgina?? ;Þ
Enginn smá dagur. Vonandi er dagurinn í dag skárri :)
Kveðja Dagrún
Já dagurinn í dag er öllu betri, fyrir utan tapið gegn spánverjum áðan...
En elva ég mæli með því að þú farir að taka kleópötru úr sambandi, þetta er ekkert eðlilega pirrandi.. sérstaklega á næturnar.
En Sigga, við vorum að spá í að kíkja á einhvern kokteilbar í raval um helgina, hann heitir Boadas og er einn elsti barinn í bcn. Drykkirnir eru víst framreiddir af herramönnum í jakkafötum þannig að það skemmir ekki fyrir. Þið viljið kannski kíkja með okkur... við verðum allavega í bandi
skemmtilegar myndir eins og alltaf en leiðilegt með vatnsvesenið, kannast nú alveg við þetta!
ég hlakka líka mega til að koma, verst að ég skuli ekki ná neinum af þessum tónleikum. Það eru reyndar óvenju margir hiphop tónleikar hér á íslandi núna á næstunni, en ekkert svakalegt.
keep up the good work
kokteilar framreiddir af jakkafataklæddum herramönnum...líst vel á það ;)
Hehe já það hljómar frekar vel.
En Svala, hvaða tónleikar eru það sem eru á íslandi, fyrir utan dilla-dæmið? Gat verið að það færi eitthvað að gerast í hiphopinu á íslandi þegar við erum farin, En það er örugglega meira að gerast hérna samt;)
æ það voru einhverjir tónleikar í gær á Organ, reyndar ekkert spes en það vantaði ykkur!
svo one be lo & DJ Flip tónleikar í febrúar og þarna antirasista tónleikar með hiphop ívafi en þið vissuð nú örugglega af þeim. Annars hefði ég ekkert á móti því að fara frekar á tónleikana í barce!
heyrumst
það þarf ekkert að segja mér hversu pirrandi þetta er.. við lokum hana alltaf inni á baðherbergi á nóttunni þegar hún er svona.. annars sofum við ekki rassgat...
Ónei svala veistu hvað! Dj Premier er að fara að spila á íslandi 15. mars og þú kemur út 14. þannig að þú missir af því...
Við árni erum frekar fúl yfir að missa af þessu:(
Hvað hvað hvað, atleast u have a toilet:) Þetta er bara eins og old school Jamaica:)
kv. Dane
haha já ég ætla líka að búa til bíl úr mjólkurfernu og appelsínum ;)
já ég veit vá hvað ég er pirruð!!! TÝPÍSKT... eins gott að við gerum eitthvað ennþá skemmtilegra
ps.eg heimta nýtt blogg
Post a Comment