Nú fer að styttast í að ég verði ein eftir hérna í Barcelona því að Árni fer til Íslands annað kvöld um miðnætti. Það verður mjög skrýtið að hafa hann ekki, við erum náttúrulega búin að vera mjög mikið saman hérna úti. En ég verð ekki ein lengi, Svala snilli náði prófinu sem hún var í og fékk grænt ljós hjá mömmu og pabba til að koma hingað og vera út júlí. Hún kemur 4. júlí en ég er ekki búin að finna húsnæði ennþá, þarf að fara útúr þessu herbergi á morgun...hmmm... Fer reyndar að skoða eina íbúð á morgun. Og kannski get ég fengið hana Finu til að leyfa mér að vera hérna nokkra daga í viðbót. En já, ég ætla að vera hérna út ágúst að vinna í American Apparel.
Þið sem hafið ekki frétt það (örugglega mjög fáir) þá er ég búin að vera veik síðan 23. júní með einhvern magavírus/matareitrun. Ég hef aldrei á ævi minni verið jafn veik, magakramparnir voru verstir, en Árni sá vel um mig og gerði þetta bærilegra. Ég fór í vinnuna í gær og fékk bara smá krampa þannig að það var í lagi og í dag er ég eiginlega alveg orðin góð.
Við erum komin á síðasta séns með að elda bajonskinkuna sem við komum með út frosna(úr fermingunni hans óla) því árni er alveg að fara þannig að við ætlum að elda hana heima hjá Katrínu og Fannari í kvöld og horfa á leikinn. Verð bara að reyna að borða ekki yfir mig svo mér verði ekki illt í maganum aftir.
Svo langaði mig aðeins að monta mig því ég náði prófinu í áfanga sem ég var næstum hætt að fara í prófið í því að ég var ekki búin að skilja mikið alla önnina. Vúhú!
Set inn myndir á morgun
Kv.
Sylvía
Sunday, June 29, 2008
Thursday, June 19, 2008
Myndir
Fyrir um viku síðan var opnunarpartý american apparel í samstarfi við tímaritið vice. Þar var allt glamúrlið(ekki beint) barcelona komið saman til að gera sér glaðan dag. En það var mikið stuð og allir í góðum fíling og sumir reyndar í aðeins of góðum fíling því að einum svía og einn frakka sem báðir eru semi-hátt settir hjá american apparel var hent út fyrir að sulla vatni og fleiri drykkjum yfir fólk. En ég ætla nú bara að skella nokkrum myndum inn af þessu kvöldi því svo er annað vice partý á morgun.
Svalir gaurar:
Árni, Diego, Joakim og einhver
Gisela(am.app.) og Fletcher
Abel, Bruno og Sina (vinna öll í am.app.)
Og hið víðsfræga þríeyki, fernando, árni og diego
Sina, Rob og Abel
Svo er hérna ein af mér að trufla árni dj á city hall
Svalir gaurar:
Árni, Diego, Joakim og einhver
Gisela(am.app.) og Fletcher
Abel, Bruno og Sina (vinna öll í am.app.)
Og hið víðsfræga þríeyki, fernando, árni og diego
Sina, Rob og Abel
Svo er hérna ein af mér að trufla árni dj á city hall
Thursday, June 12, 2008
Back by popular demand?
Jæja-nú-jæja.
Þá hefst ég loks á flug og stefnan er tekin á góða myndasýningu örlítið aftur í tímann og til þessa dags. Flugtími ca. 5-10 mínútur.
Ég fór heim til Íslands þann 21. apríl sem óvæntur gestur í sextugsafmæli móður minnar. Afmælið var reyndar ekki fyrr en 26. apríl þannig að ég lá lágt í fjóra daga undir Selfossi fram að afmælinu í góðu yfirlæti heima hjá Skúla bróður, Lilju og Ölmu Rún.
Þegar laugardagurinn rann upp þá fór ég til Reykjavíkur og gerði mig fínan fyrir óvæntlegheitin og beið fyrir utan veislusalinn í beinu símasambandi við Skúla. Ég átti að koma hlaupandi inní salinn þegar veislustjórinn hafði spurt hvort það vantaði ekki einn í systkinahópinn. Þegar ég fékk ábendinguna um að koma inn þá blasti þetta við mér og gestunum:
Alveg frábær veisla í alla staði og gaman að sjá alla ættingja og vini fjölskyldunnar.
Þann 5. maí fór ég svo aftur út og mamma og pabbi voru samferða mér. Þau voru hjá okkur í viku en Sylvía var búin að segja stuttlega frá því hvað við gerðum með þeim. Hérna eru nokkrar myndir í viðbót:
Leigðum Sítrónu fyrir ferðalagið..algjör hnulli.
Mjög algeng sjón þegar komið er innum fjöllin.
Komin til Andorra la Vella höfuðborgar Andorra.
Sylvía alveg ringluð hvort hún sé í miðbæ Tokyo..
Í glerhýsinu, sem við reyndar héldum að væri kirkja, er eins konar Bláa Lón Andorruverja.
Komin aftur til Spánar.
Í Sitges.
Við skelltum okkur á tónlistarhátíðina Primavera Sound hérna í Barcelona, reyndar bara eitt kvöld en náðum að sjá Public Enemy, De La Soul og smá af Portishead.
Þessir buðu okkur línu (((við þáðum ekki boðið))).
Pubic Enemy leynast þarna e-s staðar.
De La Soul komu hlaupandi inná sviðið blastandi Verbal Clap með Dilla.
Plug One/Posdnuos úr De La Soul.
Plug Two/Dave úr De La Soul.
Plug Three/Maseo úr De La Soul.
Flava Flav úr Public Enemy hafði gaman af De La Soul og dansaði m.a. við "Ring Ring Ring"
Síðasta kvöldið okkar í íbúðinni á Tallers tókum við Katrínu og Fannar í læri.
En já núna erum við flutt á Placa de Sant Jaume í Gótic hverfinu sem er eins konar stjórnarráðstorg hérna. Við erum með ráðhúsið á aðra hönd og á hina er þing Katalóníubúa...sem þýðir bara eitt fyrir okkur...MÓTMÆLI. Við erum reyndar ekkert of dugleg að taka þátt í þeim en þessu fylgir bévítans hávaði, garg og gól. Eftirfarandi myndir eru teknar af svölunum okkar:
Þetta blasti við okkur þegar við fluttum inn.
Ég að reyna að loka hurðinni og kötta á þennan hávaða.
Athyglisverðustu mótmælin hingað til..veit reyndar ekkert hverju þau mótmæltu.
Þessi voru eitthvað feimin.
Olíuverðsmótmæli?
En annars er það í fréttum að annað kvöld er ég að spila á sama klúbb og ég spilaði á hérna um páskana, City Hall, en í þetta skipti er ég að spila einn allt kvöldið...spennó.
Ooog ég kem opinberlega heim aðfaranótt 1. júlí. Óopinberlega kem ég mun seinna heim.
En jæja ég bið að heilsa í bili og hver veit nema ég skelli annari línu hérna við tækifæri þegar ekki er svona gífurlega mikið að gera hjá mér.
Árni Bragi
Þá hefst ég loks á flug og stefnan er tekin á góða myndasýningu örlítið aftur í tímann og til þessa dags. Flugtími ca. 5-10 mínútur.
Ég fór heim til Íslands þann 21. apríl sem óvæntur gestur í sextugsafmæli móður minnar. Afmælið var reyndar ekki fyrr en 26. apríl þannig að ég lá lágt í fjóra daga undir Selfossi fram að afmælinu í góðu yfirlæti heima hjá Skúla bróður, Lilju og Ölmu Rún.
Þegar laugardagurinn rann upp þá fór ég til Reykjavíkur og gerði mig fínan fyrir óvæntlegheitin og beið fyrir utan veislusalinn í beinu símasambandi við Skúla. Ég átti að koma hlaupandi inní salinn þegar veislustjórinn hafði spurt hvort það vantaði ekki einn í systkinahópinn. Þegar ég fékk ábendinguna um að koma inn þá blasti þetta við mér og gestunum:
Alveg frábær veisla í alla staði og gaman að sjá alla ættingja og vini fjölskyldunnar.
Þann 5. maí fór ég svo aftur út og mamma og pabbi voru samferða mér. Þau voru hjá okkur í viku en Sylvía var búin að segja stuttlega frá því hvað við gerðum með þeim. Hérna eru nokkrar myndir í viðbót:
Leigðum Sítrónu fyrir ferðalagið..algjör hnulli.
Mjög algeng sjón þegar komið er innum fjöllin.
Komin til Andorra la Vella höfuðborgar Andorra.
Sylvía alveg ringluð hvort hún sé í miðbæ Tokyo..
Í glerhýsinu, sem við reyndar héldum að væri kirkja, er eins konar Bláa Lón Andorruverja.
Komin aftur til Spánar.
Í Sitges.
Við skelltum okkur á tónlistarhátíðina Primavera Sound hérna í Barcelona, reyndar bara eitt kvöld en náðum að sjá Public Enemy, De La Soul og smá af Portishead.
Þessir buðu okkur línu (((við þáðum ekki boðið))).
Pubic Enemy leynast þarna e-s staðar.
De La Soul komu hlaupandi inná sviðið blastandi Verbal Clap með Dilla.
Plug One/Posdnuos úr De La Soul.
Plug Two/Dave úr De La Soul.
Plug Three/Maseo úr De La Soul.
Flava Flav úr Public Enemy hafði gaman af De La Soul og dansaði m.a. við "Ring Ring Ring"
Síðasta kvöldið okkar í íbúðinni á Tallers tókum við Katrínu og Fannar í læri.
En já núna erum við flutt á Placa de Sant Jaume í Gótic hverfinu sem er eins konar stjórnarráðstorg hérna. Við erum með ráðhúsið á aðra hönd og á hina er þing Katalóníubúa...sem þýðir bara eitt fyrir okkur...MÓTMÆLI. Við erum reyndar ekkert of dugleg að taka þátt í þeim en þessu fylgir bévítans hávaði, garg og gól. Eftirfarandi myndir eru teknar af svölunum okkar:
Þetta blasti við okkur þegar við fluttum inn.
Ég að reyna að loka hurðinni og kötta á þennan hávaða.
Athyglisverðustu mótmælin hingað til..veit reyndar ekkert hverju þau mótmæltu.
Þessi voru eitthvað feimin.
Olíuverðsmótmæli?
En annars er það í fréttum að annað kvöld er ég að spila á sama klúbb og ég spilaði á hérna um páskana, City Hall, en í þetta skipti er ég að spila einn allt kvöldið...spennó.
Ooog ég kem opinberlega heim aðfaranótt 1. júlí. Óopinberlega kem ég mun seinna heim.
En jæja ég bið að heilsa í bili og hver veit nema ég skelli annari línu hérna við tækifæri þegar ekki er svona gífurlega mikið að gera hjá mér.
Árni Bragi
Tuesday, June 3, 2008
Junio
Jæja þá er kominn júní. Þetta líður svo svakalega hratt.
-Við erum flutt í gótico hverfið sem er næsta hverfi til hægri við raval(sem við vorum í). Við búum núna við stjórnarráðstorgið(Plaza Sant Jaume) sem bæði alþingishúsið og ráðhúsið eru við. Endalaus mótmæli, túristar, giftingar, skrúðgöngur og fleira einkenna þetta torg en það fylgir því bara að vera alveg í miðbænum.
-Við fluttum semsagt í herbergi í piso compartido sem þýðir einskonar sambýli. Við deilum íbúðinni með gamalli, elskulegri en pínu ruglaðri konu, tveimur karlmönnum sem búa saman í herbergi(við vitum ekki enn hvort að þeir eru vinir eða eitthvað meira), allavega einni stelpu (þær eru samt nokkrar en við erum ekki viss hverjar af þeim búa hérna), einum feitum gömlum ketti sem konan á og svo kalla könguló sem býr í góðu yfirlæti í rakanum í sturtuherberginu.
-Ég er að vinna þessa dagana við að setja upp american apparel búð sem opnar hér í barcelona eftir 3 daga. Lítur allt út fyrir að ég verði hérna í sumar og ég er alltaf að verða sáttari og sáttari við hugmyndina.
-Við árni fórum eina tónleika á Primavera sound hátíðinni á Forum um daginn með Public enemy og De la soul. Það var mjööög gaman.
-Svo buðum við Katrínu og Fannari sem eru par sem búa hérna úti í Barcelona í íslenskt lambalæri (í boði ömmu hans árna). Það heppnaðist mjög vel. Í eftirrétt buðum við svo uppá heitt slúður og íslenskt nammi, nánar tiltekið séð og heyrt, nýtt líf, bombur, lakkrís og möndlur.
-Segi þetta nóg í bili
Set inn myndir frá ferð mömmu og pabba og kannski frá tónleikunum á næstu dögum..
-Við erum flutt í gótico hverfið sem er næsta hverfi til hægri við raval(sem við vorum í). Við búum núna við stjórnarráðstorgið(Plaza Sant Jaume) sem bæði alþingishúsið og ráðhúsið eru við. Endalaus mótmæli, túristar, giftingar, skrúðgöngur og fleira einkenna þetta torg en það fylgir því bara að vera alveg í miðbænum.
-Við fluttum semsagt í herbergi í piso compartido sem þýðir einskonar sambýli. Við deilum íbúðinni með gamalli, elskulegri en pínu ruglaðri konu, tveimur karlmönnum sem búa saman í herbergi(við vitum ekki enn hvort að þeir eru vinir eða eitthvað meira), allavega einni stelpu (þær eru samt nokkrar en við erum ekki viss hverjar af þeim búa hérna), einum feitum gömlum ketti sem konan á og svo kalla könguló sem býr í góðu yfirlæti í rakanum í sturtuherberginu.
-Ég er að vinna þessa dagana við að setja upp american apparel búð sem opnar hér í barcelona eftir 3 daga. Lítur allt út fyrir að ég verði hérna í sumar og ég er alltaf að verða sáttari og sáttari við hugmyndina.
-Við árni fórum eina tónleika á Primavera sound hátíðinni á Forum um daginn með Public enemy og De la soul. Það var mjööög gaman.
-Svo buðum við Katrínu og Fannari sem eru par sem búa hérna úti í Barcelona í íslenskt lambalæri (í boði ömmu hans árna). Það heppnaðist mjög vel. Í eftirrétt buðum við svo uppá heitt slúður og íslenskt nammi, nánar tiltekið séð og heyrt, nýtt líf, bombur, lakkrís og möndlur.
-Segi þetta nóg í bili
Set inn myndir frá ferð mömmu og pabba og kannski frá tónleikunum á næstu dögum..
Subscribe to:
Posts (Atom)