Tuesday, May 27, 2008

Hætt við...eða hvað

Í síðustu færslu sagði ég að ég hefði fengið vinnu hjá american apparel. Ég var spennt fyrir afslættinum og félagsskapnum en ekki svo mikið fyrir vinnutímanum og vinnunni sjálfri.

Í dag spurði svo konan sem er yfir afhverju ég hefði sagt á kynningarfundinum að ég ætlaði bara að vera út ágúst. Ég sagði að ég hefði verið búin að láta vita af því í viðtalinu sjálfu en samt hafi ég verið ráðin. Hún sagði að hún hefði ekki vitað af því og að hún vildi helst ekki ráða bara fyrir sumarið.. Þá sagði ég að það væri bara alltílagi og dreif mig heim, ánægðari en ég bjóst við. Þannig að það lítur út fyrir að bæði ég og árni komum heim í lok júní/byrjun júlí. Ég klára prófin 16 júní þannig að við höfum nokkra daga til að ferðast smá og sóla okkur áður en við komum heim.

Það er allt komið í lag með húsnæðismálin því við erum komin með herbergi á besta stað í bænum fyrir júní mánuð.

En nú þarf ég að fara á bókasafnið.

P.s. Takk fyrir komuna mamma og pabbi, það var rosa gaman að fá ykkur:*


BÆTT VIÐ SEINNA UM DAGINN:
Konan hjá american apparel hringdi aftur og sagðist vilja gefa þessu séns. Vildi sjá hvort að ég myndi ekki bara verða ástfangin af barcelona og ákveða að setjast að hér um óákveðinn tíma. Kannski fékk hún bara samviskubit... ég veit það ekki.
Ég veit ekki heldur hvað ég á að gera? Ætti ég að fara heim og vera þar í sumar og fara svo í háskólann í haust eða vera hérna úti í sumar og segja svo bara upp vinnunni í lok ágúst til að koma heim til að fara í skólann 1. sept...

Help me please!!

Thursday, May 22, 2008

busta rhymes tónleikar

Jæja nú er loksins eitthvað að frétta af okkur. Ég er að hugsa um að vera eftir hérna í bcn þegar árni fer heim um 30. júní. Ég er búin að fá vinnu hjá American Apparel sem er bandarísk fatakeðja sem er að opna sína fyrstu verslun á spáni hér í barcelona 6. júní. Ég verð reyndar í prófum frá 11.-16. júní og ég lét þau vita það í viðtalinu, þannig það kom mér á óvart að hafa verið ráðin.

Núna erum við árni á fullu að leita að herbergi til að vera í síðasta mánuðinn því við ætlum að sleppa þessari brjálæðislega dýru íbúð. Við vorum að fara að skoða eitt herbergi núna eftir hálftíma en rétt í þessu var konan að hringja og segja að það hefði stelpa verið að skoða og að hún hefði tekið herbergið fúlt...
En við verðum bara að vona að það reddist...annars verðum við að vera á hosteli þangað til við finnum eitthvað...

Mamma og pabbi eru að koma á morgun ásamt vinafólki sínu. Ég er mikið farin að hlakka til að hitta þau, það verður gaman að eyða helginni með þeim.

Nokkrar myndir frá síðustu dögum:
Strákarnir í körfu í Barceloneta hverfinu
Photobucket

Cristian og Fernando
Photobucket

Árni sæti
Photobucket

Við árni fórum á Busta Rhymes tónleika (ásamt DJ Scratch og Spliff Star) fyrir nokkrum dögum en það var voðalega erfitt að ná góðum myndum:
Photobucket
Photobucket
Photobucket
Busta klikkar ekki, þó hann hafi reyndar verið með ca hálftíma langa promotion ræðu um nýju plötuna sína í endann á tónleikunum hehe. Hann var að tala um allar stórstjörnurnar sem ættu þátt í gerð plötunnar en mér og árna fannst nú ekki mikið til þeirra koma. Hann nefndi t.d. Akon, Nicole(úr pussycatdolls) og linkin park...úff. En hann nefni líka nokkra sem við vorum aðeins sáttari við eins og common, mary j. blige og ludacris.

Eftir tónleikana fórum við á flamingos og hittum strákana og eina *kemur-á-óvart* sænska stelpu. (það er svo mikið af svíum í barcelona að það hálfa væri hellingur).
Photobucket
Photobucket

Við árni erum orðin alveg viðþolslaus okkur langar svo mikið í hund. Barcelona er algjör hundaborg en við viljum auðvitað ekki kaupa hund hérþví þá þyrftum við að setja hann í einangrun á íslandi, plús það að við höfum engan stað til að hafa hann á íslandi hehe
Þessi er ofarlega á óskalistanum:
Photobucket

Farin að hringja í aðra manneskju sem var að svara auglýsingunni okkar

Tuesday, May 13, 2008

Halló halló

Það er orðið svolítið langt síðan við blogguðum síðast, það er nú bara þannig þegar maður er með gesti að þá hefur maður engan tíma til þess. Hjalti og Fríður voru hjá okkur í viku og það var margt séð og gert. Árni sá mest um að fara með þeim á söfn og í túristabussinn en ég fór reyndar með eitt af Gaudí húsunum: Casa Batlló.
Svo leigðum við bíl og keyrðum til Andorra í 2 daga ferð, gistum á fínu hóteli í Andorra La Vella sem er höfuðborgin, skoðuðum hana og fleiri bæi og svo á leiðinni tilbaka komum við við í Sitges, sem er lítill strandbær rétt hjá Barcelona.
Nú tekur bara við lærdómur hjá mér næstu daga svo að ég geti haft frelsi til að gera eitthvað með mömmu og pabba þegar þau koma eftir tæpar tvær vikur.

Casa Batlló
Photobucket
Photobucket

Við árni í rigningunni á leið heim eftir óperuflamencoið
Photobucket

Úti að borða á uppáhalds tapasstaðnum okkar, Cellar de Tapas
Photobucket
Photobucket

Nokkrar myndir frá ferðinni um Katalóníu:
Photobucket

Photobucket

Photobucket

Montserrat
Photobucket

Andorra la Vella
Photobucket

Í 2160m hæð í Andorra
Photobucket

Photobucket

Sitges
Photobucket

Photobucket

En ég segi bara: Takk fyrir okkur Fríður og Hjalti

Friday, May 9, 2008

Á leið út í náttúruna

Nú eru Hjalti og Fríður búin að vera hérna í 4 daga og við erum búin að gera margt skemmtilegt, t.d. fara á safn um sögu Barcelona og skoða Casa Batlló (annað Gaudí húsið á Passeig de Grácia). En það hættir ekki hér. Eftir nokkrar mínútur erum við á leiðinni á bílaleigu og til að ná í bíl og ætlum að keyra eitthvað útúr borginni.
Þannig að á mánudaginn verða líklega komnar súper nice myndir af einhverjum spennandi stöðum á Spáni(og kannski víðar).

Adios

-Sylvía