Í dag ákvað ég að setja fótinn niður og sagði við Árna að við yrðum að fara á eitthvað safn. Það gekk ekki betur en svo að vorum komin yfir í Born hverfið og þá áttaði ég mig á að flest söfn eru lokuð á mánudögum... vel gert. En við dóum ekki ráðalaus og ákváðum að kíkja á Parc de la Ciutadella reyndist vera mjög flottur garður og örugglega góður staður til að chilla á í sumar. Það var rosalega gott veður, sérstaklega þarna í garðinum, heiðskírt og örugglega hátt í 20 stiga hiti.
Gosbrunnur hannaður af Antoni Gaudí og Josep Fontseré (reyndar verið að gera hann upp)
Ég var alltaf að spyrja Árna hvort ég ætti að taka við að róa en hann vildi endilega gera það...
Ég í sólbaði, Árni í gríninu
Arc de Triomf rétt hjá Parc Ciutadella
Svo eftir garðinn ákváðum við að skoða kirkjuna Santa María del Mar í Born hverfinu.
Þekkiði þennan...?
Þetta er mamma hans
Grafreitur í kirkjugólfinu
Og ekki nóg með það, þegar við vorum búin að skoða Santa María del Mar skoðuðum við La Catedral
Confesionario
Svo skellti ég einni mynd af mér hérna með nýju heyrnartólin sem árni gaf mér í afmælisgjöf:)
Hasta luego
Monday, January 28, 2008
Wednesday, January 23, 2008
Bakþankar
Jæja þá. Við Sylvía vorum einmitt að tala um það í fyrradag hvað okkur fyndist við vera búin að vera hérna lengi en ég er viss um að ef við hefðum verið hérna í tveggja vikna fríi að þá hefðum við hugsað hvað tíminn væri búinn að fljúga hratt..heyrist ekki örugglega að ég er með BA í sálfræði?
En að öðrum málum. Ýmislegt hefur á daga okkar drifið innan veggja þessarar íbúðar síðustu daga. Þannig eru mál með kexi að klósettið okkar er ekki búið að taka vatn inná sig þannig að við höfum þurft að skola fíneríinu niður með vatni úr fötu. Eeeen í dag fiktaði Sylvía pípari aðeins í sturtara-takkanum og viti menn..vatn fór að flæða inn. JEI!! 1-0
Annað sem hefur verið að angra okkur hérna er að það er sífellt sífreri í íbúðinni. Gasofninn í stofunni ákvað að hætta að virka en hann virkaði bara fyrsta daginn. Eigendurnir vilja ekki kannast við vandamálið. 1-1
Þegar við komum heim áðan úr búðinni og ætluðum að byrja að elda þá hrópar Sylvía á mig úr svefnherberginu um að koma strax..allt var rennblautt því loftið var farið að leka. Við sáum gífurlega sprungu sem hafði opnast og vatn var að reyna að brjóta sér leið á öðrum stöðum. Við moppuðum þetta vel og komum þremur fötum fyrir til að ná sem mestu. Nágrannar okkar á efri hæðinni sögðu að þeir hefðu verið að færa sturtuna sína en við heyrðum svo í þeim vera að fikta e-ð í rörunum hjá sér og loks hætti að leka þannig að við gátum borðað kjúllann í ró og næði. 2-1
Megnið af þessum sprungum eru gamlar..
Til að toppa þetta allt saman þá er helv..kötturinn kominn á lóðarí. Fjárfestum í eyrnatöppum þannig að hún breimar bara frameftir morgni okkar vegna. 2-2
Annars er lítið að frétta af okkur nema að ég er kominn með kort í gymmi hérna hinum meginn á Römblunni. Ágætis gym með gufu og sundlaug á efstu hæð, JÍHAAA!
Svo koma nokkrar auka myndir af götunni okkar og myndir teknar af þakinu.
Þeir voru að klára að gera við Gaudí húsið í götunni okkar!
Sylvía að kroppa naglalakk..
..og tvær svona úr heimilishaldinu
Hasta luego
En að öðrum málum. Ýmislegt hefur á daga okkar drifið innan veggja þessarar íbúðar síðustu daga. Þannig eru mál með kexi að klósettið okkar er ekki búið að taka vatn inná sig þannig að við höfum þurft að skola fíneríinu niður með vatni úr fötu. Eeeen í dag fiktaði Sylvía pípari aðeins í sturtara-takkanum og viti menn..vatn fór að flæða inn. JEI!! 1-0
Annað sem hefur verið að angra okkur hérna er að það er sífellt sífreri í íbúðinni. Gasofninn í stofunni ákvað að hætta að virka en hann virkaði bara fyrsta daginn. Eigendurnir vilja ekki kannast við vandamálið. 1-1
Þegar við komum heim áðan úr búðinni og ætluðum að byrja að elda þá hrópar Sylvía á mig úr svefnherberginu um að koma strax..allt var rennblautt því loftið var farið að leka. Við sáum gífurlega sprungu sem hafði opnast og vatn var að reyna að brjóta sér leið á öðrum stöðum. Við moppuðum þetta vel og komum þremur fötum fyrir til að ná sem mestu. Nágrannar okkar á efri hæðinni sögðu að þeir hefðu verið að færa sturtuna sína en við heyrðum svo í þeim vera að fikta e-ð í rörunum hjá sér og loks hætti að leka þannig að við gátum borðað kjúllann í ró og næði. 2-1
Megnið af þessum sprungum eru gamlar..
Til að toppa þetta allt saman þá er helv..kötturinn kominn á lóðarí. Fjárfestum í eyrnatöppum þannig að hún breimar bara frameftir morgni okkar vegna. 2-2
Annars er lítið að frétta af okkur nema að ég er kominn með kort í gymmi hérna hinum meginn á Römblunni. Ágætis gym með gufu og sundlaug á efstu hæð, JÍHAAA!
Svo koma nokkrar auka myndir af götunni okkar og myndir teknar af þakinu.
Þeir voru að klára að gera við Gaudí húsið í götunni okkar!
Sylvía að kroppa naglalakk..
..og tvær svona úr heimilishaldinu
Hasta luego
Sunday, January 20, 2008
Dagur 15
Saturday, January 19, 2008
Random myndir
Kominn tími á nýja færslu. Leiðinlegt að myndirnar sjáist bara stundum og stundum ekki. Ég ætla að prófa að nota photobucket til að geyma myndirnar og sjá hvort það er betra. Þær eru reyndar svolítið stórar en það verður bara að hafa það.
Annars er allt gott að frétta af okkur. Við erum búin að vera dugleg að labba um og skoða en það er líka endalaust mikið af hlutum til að skoða hérna í Barcelona. Höfum reyndar ekki mikið farið út fyrir gamla bæinn enda er hann svo flottur að maður þarf ekkert að sjá neitt meira. Nei ég segi það nú kannski ekki alveg. En brátt fer chillið að enda því að á mánudaginn byrja ég(Sylvía) á katalónskunámskeiði sem er frítt fyrir háskólanema. Ég ætla allavega að prófa og sjá hvernig það er en ef það verður bara ruglandi að bæta því við spænskuna þá ætla ég bara að hætta á því.
Eins og þið sjáið eflaust í fréttunum á Íslandi þá var verið að handtaka 12 pakistana og 2 indverja grunaða um tengsl við hryðjuverkasamtök. Frekar scary stuff. Við húsleit hjá þeim fundust víst efni og tæki til sprengjugerðar. Við erum samt róleg yfir þessu öllusaman, allavega í bili.
Hérna koma svo nokkrar myndir
Þessi var tekin á miðri gangbraut á Passeig de Grácia
Kisa að hlýja sér
Gasalega rómó gata í Raval
Wrong way
Hress á röltinu
Árni er listamaður með myndavélina
Töff
Endilega kommentið um hvort þið getið séð myndinar eða ekki
Kv.
Sylvía
Annars er allt gott að frétta af okkur. Við erum búin að vera dugleg að labba um og skoða en það er líka endalaust mikið af hlutum til að skoða hérna í Barcelona. Höfum reyndar ekki mikið farið út fyrir gamla bæinn enda er hann svo flottur að maður þarf ekkert að sjá neitt meira. Nei ég segi það nú kannski ekki alveg. En brátt fer chillið að enda því að á mánudaginn byrja ég(Sylvía) á katalónskunámskeiði sem er frítt fyrir háskólanema. Ég ætla allavega að prófa og sjá hvernig það er en ef það verður bara ruglandi að bæta því við spænskuna þá ætla ég bara að hætta á því.
Eins og þið sjáið eflaust í fréttunum á Íslandi þá var verið að handtaka 12 pakistana og 2 indverja grunaða um tengsl við hryðjuverkasamtök. Frekar scary stuff. Við húsleit hjá þeim fundust víst efni og tæki til sprengjugerðar. Við erum samt róleg yfir þessu öllusaman, allavega í bili.
Hérna koma svo nokkrar myndir
Þessi var tekin á miðri gangbraut á Passeig de Grácia
Kisa að hlýja sér
Gasalega rómó gata í Raval
Wrong way
Hress á röltinu
Árni er listamaður með myndavélina
Töff
Endilega kommentið um hvort þið getið séð myndinar eða ekki
Kv.
Sylvía
Thursday, January 17, 2008
Yfirsýn
Ég (Árni) fór í smá göngutúr áðan upp alla götuna okkar, Carrer Nou de la Rambla, og endaði nokkurn veginn uppá Montjuic en þar er ansi skemmtilegt svæði sem er með útsýnispalli yfir mestalla Barcelona. Ég vissi ekki af þessari staðreynd en ég var sem betur fer vopnaður 5.8-23.2mm Canon þannig að ég skaut og skaut og er því núna eftirlýstur maður...haha?
Hérna er gatan okkar horft niður að Römblunni..er reyndar kominn aðeins frá íbúðinni okkar og er eiginlega við portkonugötuna þegar myndin er tekin.
Þarna er ég kominn að enda götunnar, aðeins uppí hæðina (gatan nær mun lengra en trén gefa til kynna)
Sagrada Família í fjarska
..og aðeins lengra til hægri
Þarna hefur einhver komið sér vel fyrir á þakinu..Tibidabo í bakrunni
Kólumbus bendir á eitthvað awesome
Svo var það bara spagettí&hakk þegar heim var komið!!
Hérna er gatan okkar horft niður að Römblunni..er reyndar kominn aðeins frá íbúðinni okkar og er eiginlega við portkonugötuna þegar myndin er tekin.
Þarna er ég kominn að enda götunnar, aðeins uppí hæðina (gatan nær mun lengra en trén gefa til kynna)
Sagrada Família í fjarska
..og aðeins lengra til hægri
Þarna hefur einhver komið sér vel fyrir á þakinu..Tibidabo í bakrunni
Kólumbus bendir á eitthvað awesome
Svo var það bara spagettí&hakk þegar heim var komið!!
Sérstakur bar
Ég ætla að segja ykkur frá staðnum sem við fórum á í gær. Fernando var búinn að spyrja okkur hvort við vildum hitta hann áður en við færum á vintage dress ball á fellini’s og við ákváðum að hittast á sant jaume torginu. Við biðum og biðum og svo loksins kom kauði og sagði að við værum að fara á stað í borne hverfinu. Við löbbuðum þangað og Fernando fór að segja okkur frá staðnum. Hann sagði að það væri frír bjór og að þetta væri svona eiginlega eins og í heimahúsi, að maður þyrfti að hringja einhverri bjöllu til að komast inn. Við árni vorum nú ekki alveg keypt, okkur fannst frekar skrýtið að staður þar sem bjórinn er gefins og kostar ekkert inn geti gengið. Svo þegar við vorum alveg að koma, þá sagði hann að það þyrfti að sýna DNI(identity card) eða passport. Við innganginn á staðnum var dyravörður, hann hleypti okkur áfram inn og þá fórum við upp stiga og svo dingluðum við. Allt frekar dubious. Við ákváðum að reyna að komast inn þó við værum ekki með vegabréfin en afgreiðslustelpan vildi ekki sjá debetkortin okkar og sagði að við þyrftum passport. SPES. Þannig að við löbbuðum alla leið heim til að ná í helvítis passportin og svo þegar við komum tilbaka fengum við að koma inn, eftir að hafa fyllt út skráningarpappíra og sýnt vegabréfin. Ég hugsaði að þessi staður hlyti að vera góður miðað við allt umstangið sem þarf til að komast inn. Og hann var það. Frír bjór eins og maður vildi, meirasegja Tiger, sem er í uppáhaldi hjá árna. Einhver hönnuður útí horni að búa til föt, gasalega arty, voða flottar uppstillingar allar rauðar, hvítar og svartar, skjávarpar á öllum veggjum að sýna allskonar töffstöff, DJ að spila svala tóna, svo var nintendo wee uppá einhverskonar sviði, já svo var sushi í boði, tvær stúlkur löbbuðu með bakka með allskonar sushi milli fólksins. Og síðast en ekki síst voru tvær vélar þarna til að búa til sín eigin barmmerki. Heldur betur töff. Og ef þið eruð að velta fyrir ykkur hvernig þetta getur allt verið ókeypis... þá er svarið
Jebb. Þetta er víst í boði lucky strike. Svo er allavega sagt. Barinn heitir Lucky Strike Bar og þemað var í lucky strike litunum. Lucky strike stólar og veggmyndir. Lucky strike sjálfsalar og meira að segja vél sem sagði manni the history of lucky strike.
Og hvorki ég né Árni reykjum þannig að ég segi bara “in your face” við reykingamenn því að við erum að velta okkur í gróðanum sem kemur frá ykkur...ef þið reykið lucky strike.
Við vorum ekki með myndavél en við erum að fara þangað aftur í kvöld...
Hérna er samt mynd af barmmerkjunum sem við gerðum.
Jebb. Þetta er víst í boði lucky strike. Svo er allavega sagt. Barinn heitir Lucky Strike Bar og þemað var í lucky strike litunum. Lucky strike stólar og veggmyndir. Lucky strike sjálfsalar og meira að segja vél sem sagði manni the history of lucky strike.
Og hvorki ég né Árni reykjum þannig að ég segi bara “in your face” við reykingamenn því að við erum að velta okkur í gróðanum sem kemur frá ykkur...ef þið reykið lucky strike.
Við vorum ekki með myndavél en við erum að fara þangað aftur í kvöld...
Hérna er samt mynd af barmmerkjunum sem við gerðum.
Monday, January 14, 2008
Síðustu dagar
Nú erum við búin að vera í Barcelona í meira en viku og það er ennþá gaman.
Þarna erum við á Rosa raval, skemmtilegum stað í miðju raval hverfinu.
In the groove
Þau buðu okkur út að borða á Margarita blue. Í forrétt fengum við djúpsteikta græna tómata fylltir með feta osti og toppaðir með guacamole..mmmmm
Eftir matinn fórum við á kokteilbarinn Guru
Þetta er annað af tveimur Gaudí húsum á Passeig de Gracía, Casa Batlló.
Og hérna er hitt, Casa Milá.
Svona er útsýnið beint út frá svölunum okkar.
Í bakgrunninum má sjá fjallið Tibidabo, þar efst er rosa flott kirkja og tívolí
Takið sérstaklega eftir skrýtnu turnbyggingunni á miðri myndinni, hún stendur við ólympíuleikvanginn sem var byggður þegar þeir voru haldnir í Barcelona árið 1992. (tekið af svölunum)
Adios
Þarna erum við á Rosa raval, skemmtilegum stað í miðju raval hverfinu.
In the groove
Þau buðu okkur út að borða á Margarita blue. Í forrétt fengum við djúpsteikta græna tómata fylltir með feta osti og toppaðir með guacamole..mmmmm
Eftir matinn fórum við á kokteilbarinn Guru
Þetta er annað af tveimur Gaudí húsum á Passeig de Gracía, Casa Batlló.
Og hérna er hitt, Casa Milá.
Svona er útsýnið beint út frá svölunum okkar.
Í bakgrunninum má sjá fjallið Tibidabo, þar efst er rosa flott kirkja og tívolí
Takið sérstaklega eftir skrýtnu turnbyggingunni á miðri myndinni, hún stendur við ólympíuleikvanginn sem var byggður þegar þeir voru haldnir í Barcelona árið 1992. (tekið af svölunum)
Adios
Subscribe to:
Posts (Atom)